Billy Joel á Græna hattinum í kvöld!

Það er heldur betur veisla framundan á Græna hattinum.  Myndir Haukur Tryggvason og aðsend
Það er heldur betur veisla framundan á Græna hattinum. Myndir Haukur Tryggvason og aðsend

Það eru svo sannarlega óvænt tíðindi sem berast frá Hauki Tryggva staðarhaldara á Græna í tilkynningu sem hann sendi út til fjölmiðla rétt í þessu.

Í þessari tilkynningu segir.:  ,,Eftir magnaða páskadagskra  er ekki dónalegt að geta tilkynnt um einn stærsta ef ekki stærsta  viðburð í sögu Græna en í kvöld kl 21 mun enginn annar en Billy Joel koma fram á tónleikum á Græna hattinum hvorki meira né minna.  Aðgangseyrir er enginn en fyrstir koma fyrstir fá!“

Haukur Tryggvason  

Billy hefur dvalið hér  yfir hátíðina ásamt nokkuð fjölmennum hópi vina  og var ætlun þeirra að komast á skíði en veður hefur verið eins og við vitum og þvi minna orðið af skíðaiðkun.  Billy mætti öllum á óvörum á tónleika Valdimars  og komst upp með það enda kannksi klæddur í ákv dularklæði en hann hreifst mjög af staðnum og hafði á orði við Hauk Tryggvasson að Græni væri mjög svipaður og  klúbburinn sem varð kveikjan af einu besta lagi  Billy Joel  Piano man.

,,Efnisskráin í kvöld er lygileg“ sagði Haukur,  og bætti við ,,við munum heyra lög eins og Movin out, Leyna, My life, Uptown girl svo fá séu nefnd  Tónleikunum sem munu standa yfir i rúmar tvær  klst verður svo eflaust ,,sluttað“ á  meistaraverkinu Piano man en textinn við að lag er á við smásögu“ sagði Haukur Tryggvasson glaðbeittur.

Efnisskrá þessi er ekkert slor  

Ástæða er til þess að ítreka að  miðaverð er ekkert og búast má við að margir vilji njóta,  sá Græni tekur ekki óendalega við svo það er best að búa sig vel og mæta tímanlega.

Miklar græjur hafa verið settar upp fyrir tónleikana, en til stendur að taka þá upp fyrir (einhverja útvarpsstöð) eða tónleikaplötu.

Nýjast