Bæjarstjórn Akureyrar Hækkanir á ferðakostnaði barna og unglinga í tengslum við keppnisferðir í íþróttum veldur áhyggjum

Á seinasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var m.a rætt um aukin ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum. Kostnaður hefur aukist verulega á síðastliðnum árum en á sama tíma hefur framlag ríkisins ekki fylgt verðlagi og því rý rnað umtalsvert.
Bæjarstjórn fól fræðslu-og lýðheilsuráði að greina stöðuna betur m.t.t. barna og unglinga sem á Akureyri búa.
Bæjarráð hefur óskað eftir fundi með mennta og barnamálaráðherra vegna málsins.
Heimir Örn Árnason formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri skrifaði grein um þetta mál sem m.s. var birt á vef Vikublaðsins s.l. þriðjudag og er að finna hér á slóð hér að neðan.
Heimir Örn Árnason
https://www.vikubladid.is/is/frettir/ferdasjodur-isi-hefur-ryrnad-fra-arinu-2019