Skemmdarverk unnin á rútum.
Hún var ekki skemmtileg aðkoma sem blasti við Jónasi Þór Karlssyni eigenda Sýsla Travel þegar hann kom, síðdegis í gær, til að líta til með bílakosti fyrirtækis hans sem staðsettar eru á nýju bílastæði við Laufásgötu 4 á Akureyri. Einhverjir lítt vandaðir höfðu farið um og brotið glugga í rútum Jónasar. Gluggar í svona bílum er sterkir svo nokkur fyrirhöfn hefur verið við að vinna þessi óskiljanlegu skemmdarverk.
Jónas Þór skrifar um málið á Facebook og hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á þeim texta. Ástæða er til þess að hverja fólk sem hugsanlega hefur séð til fólks við bílana að hafa samband við Jónas eða lögregluna
,,Það var ófögur sjón sem blasti við mér þegar ég fór á nýja stæðið á hafnarsvæðinu á Akureyri í dag.
Óprúttnir aðilar höfðu á síðasta sólarhring brotið tvær rúður í rútunni okkar og að minnsta kosti einum öðrum bíl á svæðinu.
Það er ömurlegt þegar maður leggur ótrúlega hart að sér við að byggja upp fyrirtæki og rekstur og leggur alla krafta í það dag og nótt að einhver eða einhverjir aðilar fari og eyðileggi tæki og tól sem maður þarf á að halda til þess að sinna þessum rekstri. Og en ekki síður til þess að sinna þjónustu við bæði bæjarbúa og gesti bæjarins. Þetta er bæði fúlt en ekki síður sárt að verða fyrir barðinu á svona löguðu. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem einhver skemmdarverk hafa verið unnin á þessum bíl á þessum stað, en síðast var um mjög smávægileg skemmdarverk að ræða, sem engu að síður eru ömurleg og hafa tilheyrandi kostnað í för með sér.
Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og mun hún vonandi get fundið eitthvað efni úr myndavélum og fleira til þess að komast að því hver eða hverjir eru hér að verki. Ég hvet eindregið þá sem gætu haft einhverjar upplýsingar um það hver eða hverjir eru hér að verki eða aðrar upplýsingar sem gætu komið lögreglu á réttar slóðir til þess að koma þeim upplýsingum til lögreglunar, eða til mín og ég skal þá koma þeim í réttan farveg.
Það má endilega líka deila þessu í von um að einhver sjái þessar upplýsingar sem gæti varpað ljósi á þessa atburði.
Ef sá eða þeir aðilar sem stóðu hér að verki sjá þetta, er þeim velkomið að hafa beint samband við mig til þess að gera upp tjónið án frekari eftirmála.“