Ragnar Hólm sýnir í Listhúsi Ófeigs
Laugardaginn 26. apríl kl. 14 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson málverkasýninguna HORFÐU TIL HIMINS í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 4 í Reykjavík.
Í rúman áratug hefur Ragnar Hólm (f. 1962) sinnt myndlist af mikilli ástríðu og sótt námskeið hjá þekktu myndlistarfólki hér heima og erlendis. Hann hefur haldið yfir 20 einkasýningar, þá fyrstu árið 2010. Vatnslitamyndir Ragnars hafa verið valdar á fjölda samsýninga evrópskra vatnslitamálara og hann hlaut nú í vor sérstaka viðurkenningu á vatnslitahátíð í Córdoba á Spáni fyrir mynd sem þar var til sýnis. Síðustu árin hafa kraftmikil og litrík olíumálverk orðið æ fyrirferðameiri í listsköpun hans.
Ragnar Hólm
Á sýningunni í Listhúsi Ófeigs eru sjö vatnslitamyndir og jafnmörg olíumálverk. Ragnar málar fyrst og fremst landslag með vatnslitunum en olíumálverkin miðla með djörfum pensilstrokum sterkum tilfinningum sem tengjast gjarnan gleði og ótta, frelsi og kvíða, friði og stríði.
Sýningin stendur út maí og er opin á virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá 11-16.
Í leit að glötuðum tíma 11 feb. 2025
Netfang: info@ragnarholm.com
Heimasíða: www.ragnarholm.art
Facebook: www.facebook.com/ragnarholm.art
Instagram: www.instagram.com/ragnarholm62/
Frá þessu segir í fréttatilkynningu