Stefnir að fleiri leiksigrum

Kristný Ósk Geirsdóttir er reynslumikil leikkona þrátt fyrir ungan aldur. Mynd: epe
Kristný Ósk Geirsdóttir er reynslumikil leikkona þrátt fyrir ungan aldur. Mynd: epe

Kristný Ósk Geirsdóttir er fædd og uppalin á Húsavík. Foreldrar hennar eru Birgitta Bjarney Svavarsdóttir í Garðarshólma og Geir Ívarsson. Hún er 16 ára gömul, elst þriggja systkina.

Kristný Ósk er um þessar mundir að leika aðlahlutverkið í uppsetningu leikfélags Framhaldsskólans á Húsavík, Píramus og Þispu á leikverkinu „Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt!“ eftir Davíð Þór Jónsson. Leikstjóri er Jóhann Kristinn Gunnarsson.

Kristný Ósk fer með aðalhlutverkið í sýningunni, hún leikur Lillu, en verkið fjallar um uppvaxtarár hennar frá getnaði til stúdentsprófs. Skarpur tók þessa ungu og upprennandi leikkonu tali í vikunni og ræddi við hana um leiklistardrauminn og ýmislegt fleira. Það er óhætt að fullyrða að Kristný Ósk fari á kostum sem Lilla. Hún túlkar hlutverk sitt af einstaklega miklu öryggi og innlifun. Það er líka engin furða þegar maður skoðar ferilinn hjá þessari 16 ára gömlu Húsavíkurstúlku. Eftir hana liggja fjölmörg hlutverk, bæði með Leikfélagi Húsvíkur og í skólaleikritum.

 „Ég byrjaði hjá Leikfélagi Húsavíkur (LH) 2014, þá lék ég Heiðu í leikritinu Sitji guðs englar,“segir hún. Þarna er um að ræða leikgerð Illuga Jökulssonar upp úr þrem bókum Guðrúnar Helgadóttur – Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Um leikstjórn sáu hjónin Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir. Auk Kristnýar Óskar stigu í fyrsta sinn nokkrir ungir og upprennandi leikarar á svið í sýningunni og nutu fulltingis fjölmargra reynslubolta Leikfélags Húsavíkur.

Ítarlegra viðtal við Kristnýju Ósk má nálgast í prentútgáfu Skarps.

-Skarpur, 10. nóvember.

Nýjast