KA karlar Íslandsmeistarar í blaki
Karlalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn i þegar liðið lagði lið Þróttar frá Reykjavík í þremur hrinu gegn einni og sigruðu þar með í úrslitaeivíginu þrjú núll í leikjum talið.
KA karlar unnu reyndar alla titla sem í boði voru á tímabilinu, líkt og kvennalið félagsins gerði og er óhætt að fullyrða að önnur félög standa KA liðinum nokkuð að baki.
Þrótttarar eru þó líklega lang næst besta félag landsins í karlablakinu, enda í öðru sæti í bikarkeppni BLÍ og eftir deildarkeppnina voru þeir einnig í öðru sæti
En kvöldið var svo sannarlega KA þegar upp var staðið og við hæfi að óska þeim til hamingju með fullt hús titla .
Þórir Tryggvason ljósmyndari lét sig ekki vanta í KA heimilið i kvöld og hann á meðfylgjandi myndir.