KA konur Íslandsmeistarar í blaki

Íslandsmeistarar KA í blaki kvenna 20204-25  Myndir Þórir Tryggvason
Íslandsmeistarar KA í blaki kvenna 20204-25 Myndir Þórir Tryggvason

Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn i þegar liðið lagði nágrannakonur sínar úr Völsungi 3-1 í hrinum og sigruðu í einvíginu  3 - 0 í leikjum talið.

KA konur unnu reyndar alla titla sem í boði voru á tíma­bil­inu, og má segja að sigurinn i kvöld hafi verið kirsuberið á góða köku sem þær hafa verið að laga í allan vetur. 

Bæði lið mega vel við una eftir veturinn, KA vinnur alla titla sem í boði eru og Völsungskonur eru öflugar.   Þær m.a eru annað af tveimur  liðum á landinu sem lögðu lið KA að  velli á þessu keppnistímabili.  Reynsla KA liðsins er mikil og þær kunna vel að leika til úrslita meðan Völsungskonur eru að stíga sín fyrstu skref á stærsta sviðinu og það er ljóst að þessi reynsla mun efla lið þeirra.

En kvöldið var  KA kvenna þegar upp var staðið og við hæfi að óska þeim til hamingju með fullt hús titla . 

Þórir Tryggvason ljósmyndari lét sig ekki vanta í KA heimilið i kvöld og hann á meðfylgjandi myndir.

Nýjast