20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Rauði krossinn við Eyjafjörð styrkir færanlega heilsugæslu í Hargeisa í Sómalíu
Stjórn Rauða krossins við Eyjafjörð hefur ákveðið að veita 4 milljóna króna fjárframlag til verkefnisins Færanleg heilsugæsla í Hargeisa í Sómalíu sem Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi stutt við. Heilsugæslan leggur sérstaka áherslu á að veita ungbarna- og mæðravernd, þar með talið eftirlit með næringu barna, sem er mikilvægt á svæði þar sem endurteknir og slæmir þurrkar hafa grafið undan fæðuöryggi.
Þetta er þriðja árið í röð sem deildin leggur fram stuðning við hjálparstarf í Sómalíu.
„Ég er sérstaklega ánægður með þá ákvörðun stjórnar að vera sjálfri sér samkvæm og styrkja enn og aftur ungbarna- og mæðravernd í Sómalíu“ segir Þorsteinn K. Björnsson formaður stjórnar.
Frá þessu er sagt á Facebooksíðu Rauða krossins við Eyjafjörð