Listasafnið á Akureyri: Opið alla páskahátíðina

Á haus í Listasafninu   Myndir  Listasafnið
Á haus í Listasafninu Myndir Listasafnið

Listasafnið á Akureyri verður að venju opið alla páskahátíðina á hefðbundnum opnunartíma kl. 12-17, en nú standa yfir átta sýningar í tólf sölum safnsins.

Laugardaginn 19. apríl kl. 11-12 verður boðið upp fjölskyldujóga undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu. Viðburðurinn er hluti af Barnamenningarhátíð og er ókeypis aðgangur, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og hljóðheilari, býður þá fjölskyldur velkomnar í samverustund þar sem hún fléttar saman fjölskyldujóga og skynjun í núvitund með listrænu ívafi. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.

„Við byrjum á að setjast á jógadýnu, koma inn á við, loka augunum og anda rólega,“ segir Arnbjörg Kristín um samverustundina. „Í kjölfarið gerum við jógastöður og teygjum á. Að því loknu verður farið í ævintýraleiðangur í núvitund um Listasafnið og litir, form og útlínur skoðuð til að þroska skynjun og eftirtekt. Þátttakendur eru í kjölfarið hvattir til að túlka verkin með eigin orðum ásamt því að bregða á leik í tengslum við verkin. Í lokin verður svo slakað á við vel valda tóna úr ýmsum hljóðfærum í kyrrlátu andrými Listasafnsins.“

Yfirstandandi sýningar:

Salur 01

Hulda Vilhjálmsdóttir – Huldukona

Salir 02 04

Kristján Guðmundsson – Átta ætingar

Salir 03 05

Þórður Hans Baldursson og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir – Dömur mínar og herrar

Salur 07

Valin verk fyrir sköpun og fræðslu – Margskonar I

Salur 08

Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar

Salur 09

Emilie Palle Holm – Brotinn vefur

Salir 10 11

Sköpun bernskunnar 2025

Salur 12

Helga Páley Friðþjófsdóttir – Í fullri fjöru

Hulda Vilhjálmsdóttir – Huldukona

 

 Kristján Guðmundsson – Átta ætingar

 

Nýjast