Öruggara Norðurland eystra

Á myndinni eru fulltrúar samstarfsaðila og var hún tekin þegar þeir settu verkefnið formlega af stað…
Á myndinni eru fulltrúar samstarfsaðila og var hún tekin þegar þeir settu verkefnið formlega af stað í gær

Miðvikudaginn 16. október formfestum við svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra undir merkjum Öruggara Norðurland eystra.

Samstarfsaðilar okkar í verkefninu eru öll sveitarfélögin í umdæminu; Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur, Þingeyjarsveit. Einnig Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sjúkrahúsið á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Bjarmahlíð þolendamiðstöð.

Framkvæmdateymi starfar á vegum verkefnisins þar sem verða settir af stað fjölbreyttir vinnuhópar um það er lýtur að forvörnum í samfélaginu. Þar koma að fulltrúar ofangreindra aðila auk þeirra sem þörf er á hverju sinni. Þeir sem hafa áhuga á frekara forvarnarsamstarfi geta haft samband við embættið.

Embættið fagnar auknu samstarfi í málaflokknum og þakkar þann mikla áhuga sem samstarfsaðilarnir sýna verkefninu segir á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi 

Nýjast