Njáll Trausti Friðbertsson ræðukóngur í Norðausturkjördæmi á nýliðnu þingi

Þau þrjú töluðu lengst þingmanna úr Norðausturkjördæmi á nýliðnu þingi     Samsett mynd  tbg.
Þau þrjú töluðu lengst þingmanna úr Norðausturkjördæmi á nýliðnu þingi Samsett mynd tbg.

Njáll Trausti talaði lengst þingmanna Norðaustukjördæmis á nýliðnu  þingi en  fundum þess var slitið s.l laugadagkvöld. Þingmaðurinn var með orðið í samtals 11 klst., 13 mín., 45 sek.í 168 ræðum.  Þessi árangur skilar honum þó einungis í 11 sæti yfir þá þá þingmenn sem lengst töluðu á nýliðnu.

Sá þingmaður kjördæmisins  sem næst  Njáli komst í afköstum í hinu háa púlti Alþingis var  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir VG en hún talaði í 9 klst., 22 min., og 54 sek.  Þetta gerði matvælaráðherra vor í 162 ræðum. Bjarkey er í 16 sæti yfir þá þingmenn sem oftast kvöddu sér hljóðs á landsvísu

Athygli vekur að sá þingmaður í okkar kjördæmi sem situr í þriðja sætinu tók þó oftar til máls en Njáll og það er Líneik Anna Sævarsdóttir.   

Hún steig 169 sinnum í púlt en talaði einungis í 9 klst., 14.,12 sek. í þessum ferðum sínum. Skilar henni í þriðja sæti í þessu kjördæmi en 19 sæti á landsvísu.

Sá þingmaður kjördæmisins sem sjaldnast beitti opnunarorðunum frú/herra forseti er svo Berglind Ósk Guðmundsdóttir en hún talaði í 2 klst., 11 mín., og 50 sek.

Rétt er að hafa í huga að vefurinn er ekki með þessu að halda þvi fram að meira sé betra en minna í þessu samhengi nú eða öfugt, frá þessu, bara alls ekki, frá þessu  er hér sagt til gamans.

Hér má lesa aðra tölfræði frá nýliðnu löggjafaþingi okkar þvi 154 í röðinni.

Þingfundir voru samtals 131 og stóðu í rúmar 649 klst. Meðallengd þingfunda var 4 klst. og 55 mín. Lengsti þingfundur stóð í 15 klst. og 43 mín.

Þingfundadagar voru alls 109.

Lengsta umræða var um fjárlög fyrir árið 2024 og stóð hún samtals í tæpar 36 klst.

Af 267 frumvörpum urðu 112 að lögum en 155 voru óútrædd.

Af 178 tillögum urðu 22 að ályktunum og 156 voru óútræddar. 5 voru kallaðar aftur.

Að endingu kemur hér listi yfir ræðutima þingmanna í kjördæminu.  

Þingmaður Þingflokkur Heildarræðutími Heildarfjöldi ræða
Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokkur 11 klst., 13 mín., 45 sek. 168
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir VG 9 klst., 22 mín., 54 sek. 162
Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkur 9 klst., 14 mín., 12 sek. 169
Logi Einarsson Samfylkingin 7 klst., 37 mín., 1 sek. 150
Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkur 7 klst., 17 mín., 47 sek. 87
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn 6 klst., 58 mín., 9 sek. 119
Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins 4 klst., 54 mín., 47 sek. 108
Jódís Skúladóttir VG 4 klst., 36 mín., 48 sek. 115
Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokkur 2 klst., 49 mín., 58 sek. 56
Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkur 2 klst., 11 mín., 50 sek. 36 * Í fæðingarorlofi frá jan 24

 

Heimildir vefur Alþingis og www.kjarrval.is

Nýjast