20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Liggur á bæn og biður um frost
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli bíður eftir fyrstu stórhríðinni, sem samkvæmt spám er væntanleg í vikunni. Mynd/Þröstur Ernir.
Ekki eru allir sem fagna þessum óvenjulegu hlýindum sem af er vetri og einn af þeim er forstöðumaðurinn í Hlíðarfjalli. Þrátt fyrir hlýindin það sem af er vetri og snjóaleysið er þó engan bilbug að finna á starfsfólki Hlíðarfjalls sem undirbýr sig fyrir skíðaveturinn. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir stefnt að opnun 1. desember kl. 17. Hann segir að sennilega verði slegið af kröfum varðandi snjóframleiðslu vegna hlýindana sem af er vetri en nánar er rætt við Guðmund í prentútgáfu Vikudags.