20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Kippi mér lítið upp við kjaftasögurnar“
Finnur Aðalbjörnsson hefur starfað sem verktaki í fjölda ára. Hann þurfti að hafa fyrir því að koma sér áfram í bransanum þegar hann flutti til Akureyrar og mætti miklu mótlæti sem hann segir hafa hert sig. Hann er með mótorsportdellu á háu stigi og hefur ekki komist klakklaust frá sportinu. Í tvígang hefur hann slasast illa, bjargað vini sínum úr snjóflóði í vélsleðaferð og segist heppinn að vera ekki í hjólastól. Finnur var bóndi í fimm ár en þurfti að gefa bóndadrauminn upp á bátinn vegna meiðsla.
Vikudagur ræddi við Finn um lífið og tilveruna en viðtalið má nálgast í prentúgáfu blaðsins.