Mikil umferð á Akureyrarflugvelli í dag
Það var í mörg horn að líta hjá starfsfólki Akureyrarflugvallar í dag og óhætt að fullyrða að veðrið lék við hvern þann sem um völlinn fór.
Á Facebook vallarins er gerð lausleg grein fyrir deginum og myndir krydda frásögnina.
,,Sumarið byrjaði vel hjá okkur á Akureyrarflugvelli og starfsfólk á vellinum hafði í nógu að snúast í dag
Fyrir utan innanlandsflug, sjúkraflug og einkaflug sem fór um völlin, voru fjögur millilandaflug.
Smartwings var með tvö flug í morgun, annað til Prague og hitt til Kraków
Icelandair var með flug til Aberdeen og Norlandair til Constable Point á Grænlandi
Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars.”