Háskólinn á Akureyri tekur þátt í verkefni um Letta á Íslandi

Gundega, höfundur þessarar greinar og þátttakandi í verkefninu á Hjalteyri    Mynd Kirils Ecis
Gundega, höfundur þessarar greinar og þátttakandi í verkefninu á Hjalteyri Mynd Kirils Ecis

„Á venjulegum vordegi fyrsta árið mitt á Akureyri fékk ég skilaboð frá Letta á Facebook. Yfirleitt opna ég ekki skilaboð af þessu tagi nema ég eigi von á einhverju, en í þetta sinn gerði ég það. Þar stóð: „Hæ, Gundega! Ég er að skrifa um verkefni sem miðar að því að fræðast meira um Letta sem búa á Íslandi. Viltu segja frá lífi þínu á Íslandi?“ Svar mitt var að sjálfsögðu já. Nokkrum mánuðum síðar hittumst við á Akureyri og ég var tekin upp sem hluti af Nordplus verkefninu sem Háskólinn á Akureyri og Riga Stradins háskólinn í Lettlandi eru saman í,” segir Gundega Skela, rannsakandi og stúdent við skólann, um aðkomu hennar að verkefninu.

„Verkefnið kemur til í framhaldi af samstarfi háskólanna tveggja,“ segir Ilva Skulte prófessor í Lettlandi. Markus Herman Meckl, prófessor hjá HA, bendir á að þetta sé tólfta árið sem háskólinn í Riga hefur verið í samstarfi við skólann um ýmis verkefni. Yfir hundrað nemendur hafa ferðast á milli landanna í gegnum árin.

Fólk hefur alltaf flutt, hvort sem það er í leit að betra lífi eða atvinnutækifærum, fer í nám, giftist útlendingum, flýr stríðsátök eða vegna hnattrænnar hlýnunar, meðal annarra ástæðna. „Okkur hættir oft til að líta á farandfólk í gegnum staðalímyndir, án þess að taka tillit til samhengisins,“ segir Ilva. Markmið verkefnisins í ár er að skrásetja þætti sem tengjast fólksflutningum á gagnvirkan hátt með myndum, textum, myndböndum og nota einnig aðferðafræði rannsóknarblaðamennsku til að fanga sögur fólks.

Á milli viðtala heimsóttu nemendur vinsæla ferðamannastað  Mynd Peteris Gertners

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2024, búa rúmlega 2.000 Lettar á Íslandi. Ef miðað er við 383.726 íbúa á Íslandi eru Lettar rétt rúmlega 0,5% af heildarfjölda landsins. Verkefnið stuðlar að varðveislu hluta af þeim þúsundum sagna sem varðveittar eru af Lettum sem búa á Íslandi. Þessar sögur veita Íslendingum dýrmæta innsýn í líf innflytjenda, leggja áherslu á fjölbreytileika innan landsins og „leyfa fólki að kynnast þeim sem búa við hlið þeirra“, segir Ilve.

 

Gundega bætir við: „Að taka þátt í þessu verkefni gerði mér kleift að ígrunda ástæður mínar fyrir vali á Íslandi, nokkuð sem ég gef mér ekki oft tíma til að gera. Verkefni sem þessi snúast ekki bara um að skrásetja reynslu okkar, þau snúast um að byggja upp tengsl milli menningarheima, fanga sameiginlega sögu okkar og fagna fjölbreytileikanum sem einkennir okkur.“

Í lok Íslandsferðarinnar var sett upp sýning í Ríga í Lettlandi þann 11. október síðastliðinn. Sýningin gæti einnig komið til Íslands. Markus bætir að lokum við: „Við vonumst til að halda áfram á næsta ári með heimsókn íslenskra stúdenta til Lettlands.“

Einn umsjónarmanna verkefnisins, Ilva Skulte, í samtali við Zane Brikovsku, lettneska konu búsetta á Akureyri

Mynd  Peteris Gertners

Nýjast