Félagslegt húsnæði á Akureyri Biðlistinn helmingi styttri en fyrir ári

Akureyri  Mynd Hörður Geirsson
Akureyri Mynd Hörður Geirsson

„Það er ánægjulegt að sjá þessi umskipti og mjög jákvætt,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs Akureyrarbæjar, en biðlisti eftir félagslegu íbúðarhúsnæði hefur ekki verið styttri um langt árabil. Nær helmingi færri eru á listanum nú en voru fyrir ári.

Hulda Elma segir að húsnæðisfélögin Brynja og Bjarg hafi komið sterka inn undanfarin misseri og margir sem áður leituð félagslegs húsnæðis hjá Akureyrarbæ hafi fengið íbúðir hjá þessum félögum. Alls hafa á síðustu árum komið inn 52 íbúðir á vegum félaganna í gegnum stofnframlög frá Akureyrarbæ og ríkinu. Þá bætir hún við að bærinn hafi sjálfur staðið uppbyggingu félagslegs húsnæðis m.a. í Sandgerðisbót, Klettaborg og fleiri stöðum.

Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður  Velferðarráðs Akureyrarbæjar

„Það eru miklar gleðifréttir að biðlistinn hefur ekki verið eins stuttur í mörg ár,“ segir hún, en úthlutanir á íbúðum í félagslega kerfinu hafa verið umtalsvert fleiri á árinu en verið hefur síðustu ár. Fólk hefur sem dæmi flutt inn á hjúkrunarheimili eða í annars konar húsnæði en það félagslega. „Vonandi heldur þessi þróun áfram, það væri best,“ segir Hulda Elma, en bætir við að hlutirnir séu oft fljótir að breytast á hvorn veginn sem er og við næstu skoðun gætu allt aðrar tölur komið upp.

Nýjast