Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk á Græna hattinum

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk er yfirskrift dagskrár sem flutt verður á Græna hattinum á la…
Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk er yfirskrift dagskrár sem flutt verður á Græna hattinum á laugardag, en þar verður flutt tónlist við texta Kristjáns frá Djúpalæk. Hljómsveitin Djúpilækur flytur

Endurfundir við Kristján frá Djúpalæk  er yfirskrift dagskrár sem flutt verður á Græna hattinum laugardagskvöldið,  26. október kl. 15. Hljómsveitin Djúpilækur fyrir dagskránni.
„Við höfum flutt þessa dagskrá í Hveragerði og áttum þar einstaklega skemmtilega og ljúfa  stund með fólki sem ólst upp við texta Kristjáns og margir kynntust honum líka, en hann bjó í um 10 ár í Hveragerði. Við fundum fyrir sterkri hvatningu að norðan, þangað sem Kristján flutti úr Hveragerði, til að  endurtaka leikinn á Akureyri og við hlökkum mikið til að flytja þessa dagskrá á Græna hattinum. Ég finn vel að tilhlökkunin er gagnkvæm,“ segir Halldór Gunnarsson einn Djúpalæksfélaga.

Á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar nutu dægurlög við texta Kristjáns frá
Djúpalæk mikilla vinsælda og má þar nefna Sjómannavalsinn, Þórð sjóara og Vor í
Vaglaskógi.

Það þótti nokkrum tíðindum sæta að svo mikið skáld skyldi leggja lag sitt við
dægurmenninguna með þessum hætti, en Kristjáni þótti þetta sjálfsagt mál segir Halldór sem kynntist Kristjáni í bernsku. Hann mun á milli laga fjalla um hvers vegna Kristján lagði áherslu á þetta listform, skoða tengsl hans við lagahöfunda, kanna hans pólitísku sýn, tengsl við átthagana og fleira.

Hljómsveitina Djúpalæk skipa auk Halldórs, sem spilar á harmonikku og píanó, þau
Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Sigurður
Reynisson trommuleikari og söngkonan Íris Jónsdóttir.

Miða á er hægt að kaupa á vefsíðu Græna hattsins en einnig er hægt að hringja í Hauk Tryggvason vert þar og biðja hann að taka frá miða.

Nýjast