Lokað efni
26.06
Silja Björk Björnsdóttir er nýr rekstrarstjóri BARR Kaffihús sem opnaði nýlega í Menningarhúsinu Hofi. Silja er fædd og uppalinn í Þorpinu á Akureyri og flutti aftur á heimaslóðir frá Reykjavík til þess að taka við starfinu. „Það hefur verið mikil gjöf að flytja aftur heim til Akureyrar eftir átta ár í Reykjavík en í sannleikanum sagt þá hélt ég aldrei að ég myndi flytja aftur norður,“ segir Silja Björk sem er Norðlendingur vikunnar. „Það er svo gott að geta skipt um skoðun, eftir barneignir og heimsfaraldur hafa ýmsir hlutir breyst og eftir ár af atvinnuleysi og tæmingu sparisjóðsins fannst okkur kjörið að flytja norður, vera nær fjölskyldunni minni og bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Silja. Hún er menntuð í kvikmyndafræðum en mig rak forvitni í að vita hvernig leið hennar lá yfir í veitingabransann. „Já, menntun og reynsla er ekki endilega það sama! Ég hef alltaf verið svona fiðrildi, forvitin um allskonar og finnst gaman að prófa nýja hluti og læra eitthvað nýtt.
Lesa meira
Lokað efni
19.06
Handboltakonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með KA/Þór nýverið eins og frægt er orðið. Rut gekk í raðir KA/Þórs sl. haust og varð því Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Rut er ein besta handboltakona landsins, hún er fastamaður í landsliðinu og hefur leikið um hundrað landsleiki. Rut stendur á þrítugu og er uppalin í HK. Hún var nýlega valin besta leikmaður KA/Þórs á nýliðnum vetri á lokahófi félagsins og óhætt að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í handboltalífið á Akureyri. Vikublaðið ræddi við Rut um handboltann og lífið á Akureyri.
Lesa meira
Lokað efni
13.06
Hera Kristín Óðinsdóttir, auglýsingastjóri Dagskrárinnar, tekur við keflinu í matarhorninu og kemur hér með afar gómsæta uppskrift. „Ég ætla að deila með ykkur einum af mínum uppáhalds kjúklingarétti sem er svo sannalega er ekki síðri á sumrin með t.d ísköldu hvítvíni. Hann er mjög fljótlegur og afskaplega góður. Ég ætla að skilja eftir hér „spariútgáfuna” sem er nú ekki mikið flóknari en þessi fljótlegri,“ segir Hera...
Lesa meira
Lokað efni
12.06
Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey frá árinu 1990 eða í 31 ár. Óhætt er að segja að hún sé athafnakona þar sem hún er að vasast í ýmsu á eynni og stekkur í hin og þessi störf. Hún segist kunna afar vel við sig á hjara veraldar. „Hér finnst mér dásamlegt að vera, annars væri ég varla búin að vera hér svona lengi,“ segir Anna María sem er Norðlendingur vikunnar. „Hér er allt gott að frétta. Það var verið að bólusetja okkur hér í eyjunni nýverið, alls 16 manns sem áttu eftir að fá bólusetningu og alveg magnað að vera orðin full bólusett.“ Anna María segir mikið líf færast yfir Grímsey þegar vorar. „Hér lifnar allt mikið við í maí þegar fuglarnir mæta til okkar og bjargfuglinn fer að verpa og eggjatakan á fullu. Núna er strandveiðin að byrja og þá koma hér sjómenn og lífga upp á eyjalífið. Ferjan kemur orðið fimm sinnum í viku og með henni koma ferðamennirnir og vistir til okkar. Dagurinn er orðin svo bjartur og næturnar líka og bara allt eins og það á að vera,“ segir Anna María.
Lesa meira
Lokað efni
06.06
Egill Páll Egilsson
Ármann Örn Gunnlaugsson stendur á þrítugu en hann er Húsvíkingur í húð og hár. Ármann bjó á Húsavík fyrstu 20 ár ævinnar áður en hann fór á flakk. „Síðustu 10 ár eða svo hef ég verið töluvert á flakki en þó alltaf með ræturnar á Húsavík. Tvítugur fór ég í nám í Bandaríkjunum, Birmingham, Alabama, í viðskipta- og hagfræði ásamt því að spila fótbolta. Svo tóku við tvö ár í framhaldsnámi við Háskólann í Reykjavík, með viðkomu eina önn í skiptinámi í París.
Því næst var förinni heitið til Sviss þar sem kærasta mín var í námi og nú er maður aftur kominn til Húsavíkur,“ segir Ármann sem er Norðlendingur vikunnar.
Ármann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða og segist hann vera mjög spenntur fyrir þeirri áskorun. „Þetta er spennandi verkefni sem gaman verður að takast á við.“
Lesa meira
Lokað efni
05.06
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur verið í fantaformi með KA í Pepsi-Max deildinni í fótbolta í sumar en norðanmenn hafa spilað vel í byrjun sumars og eru í toppbaráttunni. Hallgrímur hefur verið lengi í herbúðum KA og er leikjahæsti leikmaður liðsins. Vikublaðið ræddi við Hallgrím um boltann og ýmislegt fleira. Ég byrja á að spyrja Hallgrím hvort frammistaða KA-manna í sumar hafi verið vonum framar? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við erum með mjög sterkan og kröfuharðan hóp svo ég myndi mögulega segja að hún sé á pari ef við horfum á stigafjöldann. Liðið sjálft á nóg inni hvað varðar spilamennsku. Við höfum misst sterka leikmenn í meiðsli en það segir svolítið um styrkin á okkar hóp hvar við erum í töflunni þrátt fyrir svona mörg áföll,“ segir Hallgrímur. Er raunhæft að stefna á Íslandsmeistaratitilinn? „Ég hef fulla trú á því að við getum barist við bestu liðin, hvort sem það verður um Evrópusæti eða Íslandsmeistaratitilinn....
Lesa meira
Lokað efni
31.05
Egill Páll Egilsson
Linda Margrét Baldursdóttir hjólaði ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Eiðsyni 430 km. leið frá Húsavík til Hafnar í Hornafirði síðast liðið sumar. Ferðin reyndist hið mesta ævintýri þar sem veðuröflin létu finna fyrir sér. Um næstu helgi hefst nýtt hjólreiðaævintýri þegar þau hjónin leggja af stað frá Höfn til Reykjavíkur. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Lindu á dögunum.
Lesa meira
Lokað efni
29.05
Akureyringurinn Baldvin Z er einn fremsti leikstjóri landsins og hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti sem hafa slegið í gegn. Baldvin Z fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var ungur að árum þegar hann vissi hvað braut hann ætlaði að feta í lífinu. Baldvin Z er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Covid fór bara frekar vel með mig og mína og er ég endalaust þakklátur fyrir það. Ég er spenntur fyrir sumrinu, sem reyndar fer mestmegnis í vinnu hjá mér. Ég er í tökum núna á sjónvarpsseríunnni Svörtu Söndum sem verða frumsýndir á Stöð 2 um jólin. Þetta er alveg eitthvað annað. Geðveikt spennandi saga, frumleg og frökk í umhverfi sem við höfum séð áður, en kemur okkur svo sannarlega á óvart. Svo eru tvær bíómyndir í farvatninu og einnig leikinn sería um Frú Vigdísi Finnbogadóttur.....
Lesa meira
Lokað efni
23.05
Egill Páll Egilsson
Sigurgeir Pétursson skipstjóri frá Húsavík hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi (NS) í 31 ár. Hann hefur verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala en nýverið kom hann til hafnar með metafla. Á 32 veiðidögum fiskaðist 5650 tonn upp úr sjó; 1245 tonn frosið og 160 tonn af mjöli. Þetta er nýtt met á skipið. Auk þess er Sigurgeir ræðismaður Íslands á NS síðan 2003.
Sigurgeir er búsettur í Nelson á NS ásamt eiginkonu sinni Söruh. Þau eiga fimm börn sem öll búa á NS utan eitt sem býr á Íslandi. „Þar eigum við líka þrjú barnabörn. Eitt barnabarnanna okkar á Íslandi, lítil dama sem heitir Hrefna Margrét, fæddist í janúar í fyrra og vegna COVID höfum við ekki enn komist að heimsækja hana sem er afskaplega erfitt,“ segir Sigurgeir.
Sigurgeir hefur starfað við sjómennsku alla tíð fyrir utan nokkur ár þegar hann var framkvæmdastjóri hampiðju í Ástralíu í nokkur ár. „Þrátt fyrir að mér líkaði vel við það starf, togaði sjórinn alltaf í mig og ég fór aftur út á sjó,“ segir Sigurgeir en sjómennskuferillinn hófst í róðrum með föður hans og afa á Húsavík. „Það má segja að ég hafi byrjað með afa mínum Hólmgeiri Arnarsyni frá Grund í Flatey á Skjálfanda á lítilli 6 metra langri trillu sem hann átti. Við rerum á handfæri en einnig fórum við stundum með línustokka og á vorin fór ég annað slagið með honum að vitja um grásleppunet,“ útskýrir Sigurgeir.
Lesa meira
Lokað efni
23.05
Rakel Hinriksdóttir er grafískur hönnuður, búsett á Akureyri og starfar við dagskrárgerð og verkefnastjórn hjá N4. Hún er frá Laugum í Reykjadal og bjó þar til 11 ára aldurs en ólst upp að hluta til á Akureyri. Rakel er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. -Hvernig lá leiðin í fjölmiðlabransann Rakel? "Það var ekki alveg bein leið. Eg var spennt fyrir fjölmiðlum þegar ég var yngri, fór í fjölmiðlavalgrein í 10. bekk og fannst það mjög gaman. Í Menntaskólanum missti ég af starfskynningarferð til Reykjavíkur vegna fótbolta og þurfti sjálf að skipuleggja starfskynningu í staðinn á Akureyri. Ég heimsótti fjölmiðlana á svæðinu og sérstaklega var heimsóknin í RÚV eftirminnileg. Það byrjaði allt svona frekar rólega en þróaðist svo út í það að ég fékk að fara með Karli Eskil að sækja glænýja frétt út á Dalvík, þar sem við hentumst í það að fjalla um mikið hitamál sem tengdist grunnskólunum. Spennan og tilfinningarnar sem streymdu frá viðmælendum Kalla hrifu mig algjörlega með, en ég fékk að halda á hljóðnema og fannst ég algjörlega með þarna í fréttaliðinu. Löngu seinna, eftir framhaldsnám í USA í grafískri hönnun, varð röð atvika til þess að ég fékk vinnu á N4 og hef verið þar í þrjú ár, tvö í dagskrárgerð. Það er svo bara skemmtilegur bónus að fá að vinna með Kalla aftur eftir öll þessi ár!
Lesa meira