Lokað efni
17.05
Akureyringurinn Sverrir Ragnarsson er menntaður í alþjóðaviskiptum frá University of Denver og hefur verið búsettur í borginni undanfarin ár. Hann rekur námskeiðs- og ráðgjafafyrirtækið Unforgettable Performance í Denver ásamt því að vinna töluvert heima á Íslandi og starfar m.a. fyrir sum af stærstu fyrirtækjum í heimi á borð við Microsoft. Vikublaðið setti sig í samband við Sverri og ræddi við hann um lífið og tilveruna. „Stór hluti af mínu starfi er að fara inn í fyrirtækin og hjálpa þeim að breyta menningu og aðferðum til þess að ná betri árangri í mannlega þætti rekstursins,“ segir Sverrir sem kom fyrst til Denver árið 1992. „Í upphafi kom ég hingað til að læra ensku þar sem ég átti alltaf erfitt með hana í skólanum heima. Ég stefndi alltaf að því að fara í háskóla í Bandaríkjunum og varð því að ná góðum tökum á tungumálinu. Eftir nám kom ég heim til Íslands og starfaði þar sem stjórnandi í nokkrum fyrirtækjum þar til ég stofnaði mitt eigið námskeiðs- og ráðgjafafyrirtæki árið 2005. Ég hef verið í þeim bransa síðan og finnst ég vera í besta starfi í heimi,“ segir Sverrir.
Lesa meira
Lokað efni
12.05
Vikublaðið heldur áfram að fjalla um vísindafólkið í Háskólanum á Akureyri og nú er komið að Brynhildi Bjarnadóttur dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að náttúruvísindum í víðum skilningi. Bæði hefur hún unnið að rannsóknum á skógarvistkerfum auk þess að vinna að rannsóknum sem snúa að því hvernig efla megi kennslu náttúruvísindagreina innan skólakerfisins. Brynhildur er fædd og uppalin á Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1994. Þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands þaðan sem hún lauk B.S. prófi í líffræði árið 1997. Árið 1999 lauk Brynhildur prófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama háskóla. Brynhildur er með doktorspróf í skógvistfræði frá Háskólanum í Lundi. „Ég er svo heppinn að vera með nokkuð vítt rannsóknasvið og hef áhuga á öllu sem snýr að náttúru og umhverfi,“ segir Brynhildur. „Ég hef þó einkum fengist við rannsóknir á kolefnishringrásum skógarvistkerfa en það er fræðasvið sem ekki hefur verið mikið kannað hérlendis, enda Ísland ekki beinlínis þekkt sem mikið skógarland. Skógar eru hins vegar afar mikilvægir á heimsvísu við að vinna gegn loftslagbreytingum enda eru þeir mikilvirkustu lífverur jarðar í að fanga CO2 úr andrúmslofti. Þessar skógarrannsóknir mínar hafa sýnt mér að í skógrækt felast fjölmörg tækifæri til að græða upp landið okkar, binda kolefni og um leið búa til vistkerfi sem er sjálfbært og laðar að sér bæði dýr og menn.“
Lesa meira
Lokað efni
10.05
Egill Páll Egilsson
Með mold undir nöglunum er nýr liður í Vikublaðinu sem við ætlum að leyfa að þróast á komandi vikum. Hér verður fjallað um pottablóm til að byrja með en þegar nær dregur sumri er aldrei að vita nema við færum okkur út í garð og fjöllum um allt mögulegt sem vex upp úr jörðinni.
Sjálfur er ég alls enginn sérfræðingur en fékk brennandi áhuga á ræktun fyrir tveimur árum síðan. Fyrir þann tíma hafði ég s.s. dýpt fingrum aðeins í mold og ræktað einfaldar matjurtir á svölunum. Síðasta sumar var heimili mitt undirlagt af tómata- og chillyplöntum en í dag er ástríða mín fyrst og fremst á stofu og pottablómum. Hér mun ég fjalla um helstu sigra og mistök sem ég hef gert í ræktuninni. En mikilvægt er að muna að mistökin eru til þess að læra af þeim.
Ég ríð á vaðið með þessari fallegu drekalilju (Dracaena marginata) á meðfylgjandi mynd sem ég fékk gefins frá vinkonu minni fyrir hálfu öðru ári síðan. Plantan var orðin heldur há fyrir vinkonu mína og ég tók við henni fegins hendi, enda hátt til lofts á mínu heimili. Plantan var þá tæpir tveir metrar á hæð.
Lesa meira
Lokað efni
09.05
Egill Páll Egilsson
Margrét Sverrisdóttir leikkona, handritshöfundur og leikstjóri hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir samkomutakmarkanir undanfarna 14 mánuði. Hún hefur verið að skrifa handrit að barnaefni fyrir Þjóðkirkjuna í samstarfi við sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Margréti á dögunum um helstu verkefni síðustu missera og það sem fram undan er.
Margrét hefur starfað við leikhús og sjónvarp um árabil en hún útskrifaðist með BA gráðu (Hons) í leiklist frá Arts Ed í London árið 2003. Hún varð þjóðþekkt þegar hún tók við umsjón Stundarinnar okkar ásamt eigin manni sínum Oddi Bjarna Þorkelssyni árið 2011. Þau voru valin úr hópi hundruða umsækjenda og stýrðu þættinum til 2013, skrifuðu saman og hún lék.
Lesa meira
Lokað efni
08.05
Árni F. Sigurðsson er formaður Hjólreiðarfélags Akureyrar (HFA) en hjólreiðar hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Þótt margir hjóli allt árið er sumarið óneitanlega tíminn fyrir hjólreiðarfólk. Árni og eiginkona hans eiga og reka sauðfjárbú og hestaleigu í Bárðardal auk þess sem hann starfar sem tæknimaður hjá Menningarfélagi Akureyrar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Árna sem er Norðlendingur vikunnar. „Frelsið, fyrst og fremst," segir Árni þegar spyr hann hvað sé svona heillandi við hjólreiðar. „Maður fer bara af stað og kemst næstum hvað sem er. Þetta er íþrótt sem er ólík mörgum öðrum, þar sem hjólreiðar eru líka samgöngutæki. Maður getur hjólað til og frá vinnu og oft náð æfingu dagsins á þeirri leið. Hjólreiðar er svo hægt að stunda bæði sem einstaklings- og hópíþrótt og hentar þannig bæði einförum og félagsverum...
Lesa meira
Lokað efni
02.05
Reynir Ingi Davíðsson tók áskorun frá Antoni Páli Gylfasyni í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar úrvalsuppskriftir í matarhornið. „Ég er Akureyringur í húð og hár að verða 30 ára gamall. Ég starfa sem rarfvirki á Akureyri og rek fyrirtæki sem heitir Íslenskir rafverktakar. Ég þakka Gylfa kærlega fyrir áskorunina, ég er þó ekki mikið í eldhúsinu sjálfur en það vill svo heppilega til að ég grilla allan ársins hring og er töluvert í skotveiði. Svona þar sem það er að koma sumar þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af Dry Age Rib Eye og smjörsteiktum aspas. Fyrir haustið fylgir síðan einnig uppskrift af gröfnum gæsabringum,“ segir Reynir...
Lesa meira
Lokað efni
30.04
„Tilfinningin að vera bæjarlistamaður er bara mjög góð. Ég er auðvitað pínu montin með það og þakklát á sama tíma,“ segir Dagrún Matthíasdóttir sem er bæjarlistamaður Akureyrar 2021. Valið var tilkynnt á árlegri Vorkomu bæjarins á Sumardaginn fyrsta en vegna samkomubanns var Vorkoman send út á Facebooksíðu Akureyrarbæjar. Dagrún segir valið hafa komið sér á óvart. „Þegar Almar Alfreðsson hjá Akureyrarstofu hringdi í mig með fréttirnar þá hélt ég að hann væri að falast eftir upplýsingum um viðburði hjá okkur í RÖSK eða minna á gildaga.“ En hvernig hyggst Dagrún verja tímanum sem bæjarlistamaður? „Ég ætla að nýta tímann mjög vel og vinna að mestu við grafíklist og njóta þess að gera tilraunir þar og vinna að sýningum. Ég verð líka viðburðarstjóri umhverfislistahátíð Í Alviðru í Dýrafirði sem er á Vestfjörðum þar sem ég tengi saman listamenn á svæðinu og listamenn héðan á Norðurlandi í samvinnu. Og vona að það verði áframhald á því verkefni að ári.“
Lesa meira
Lokað efni
26.04
Atli Páll Gylfason tók áskorun frá Gísla Einari í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar uppskriftir í matarhornið. „Ég starfa sem múrari hér á Akureyri. Það er rétt hjá honum Gísla vini mínum sem skoraði á mig að ég hef gaman af töfrum eldhússins en yfirleitt sé ég um að borða matinn og ganga frá. Það kemur stundum fyrir að ég sé um að eldamennskuna og eru alls kyns pönnukökur mín sérgrein. Það er hægt að setja allt á pönnukökur! Ég ætla að deila með ykkur 2 uppskriftum,“ segir Atli.
Lesa meira
Lokað efni
24.04
Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri.Píeta eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og bjóða fólki 18 ára og eldri sem glíma við sjálfsvígshugsanir aðstoð frá fagfólki án endurgjalds.Birgir, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Vikublaðið ræddi við Birgi um samtökin, listina og væntanlega búferlaflutninga norður en hann er þó nokkuð tengdur Akureyri. „Ég kom oft hingað með Maus á sínum tíma og hef einnig verið giftur Akureyrarmær í 13 ár og því eytt töluverðum tíma hérna sl. ár. Við eigum því stóra fjölskyldu hér og marga vini...
Lesa meira
Lokað efni
20.04
„Ég vil byrja á að taka það fram að ég kann Andrési Vilhjálmssyni litlar þakkir fyrir að varpa boltanum yfir á mig beint úr Matarhorninu. Hann hefur aldrei komið í mat til mín og veit því ekki að ég elda yfirleitt ekki, og það sem ég geri í eldhúsinu er einfalt og eitthvað sem fer vel í strákana mína,“ segir Gísli Einar Árnason sem er matgæðingur vikunnar. „En þar sem að Andrés er góður maður kann ég ekki við annað en að taka áskoruninni. Hann er einnig mikill húmoristi og tel ég að áskorunin á mig sé í anda þess og til þess fallinn að vekja kátínu hjá lesendum Matarhornsins. Ég heiti sem sagt Gísli Einar og er Ísfirðingur en hef búið á Akureyri síðan 2007. Ég er tannréttingasérfræðingur og starfa á Tannlæknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Er giftur Sigrúnu Maríu Bjarnadóttur sem stendur vaktina í eldhúsinu oftar en ég. Við eigum saman fjóra stráka sem eru álíka liðtækir í eldhúsinu og pabbi þeirra. Ég ætla að bjóða lesendum upp á tvennskonar uppskriftir! Annars vegar er það Vestfirskur plokkfiskur sem er mjög vinsæll mánudagsmatur hjá okkur og strákarnir mínir spæna í sig. Hins vegar eldbakaða pizzu sem við fjölskyldan sameinumst í að útbúa á föstudögum eftir að við fengum viðarkynntan pizza ofn,“ segir Gísli.
Lesa meira