Kostuleg klassík með Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu

Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu
Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu

Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er væntanleg til landsins á vormánuðum. Hún leikur á þrennum tónleikum í maí. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is:

 

  1. maí - Tónleikar í Langholtskirkju ásamt Háskólakórnum
  2. maí - Tónleikar í Reykholtskirkju
  3. maí - Tónleikar í Hofi á Akureyri

Bandarísk verk eru fyrirferðamikil á efnisskránni og það er óhætt að segja að hún sé bráðskemmtileg og í léttari kantinum. Meðal verka eru tónsmíðar eftir Aaron Copland, söngleikjahöfundinn Morton Gould, Emmy-verðlaunahafann Steve Heitzeg auk stefja úr Indiana Jones og Star Wars. Hér er því um að ræða kostulega skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Hljómsveitin, sem er skipuð 60 háskólanemum í hljóðfæraleik, var stofnuð árið 2006 og hefur getið sér gott orð fyrir flutning sinn á ýmsum lykilverkum tónbókmenntanna með sérstakri áherslu á bandarísk hljómsveitarverk. Auk þess hefur sveitin pantað verk frá ýmsum núlifandi tónskáldum á borð við Emma Lou Diemer, James Stephenson og Daniel Gee. Stjórnandi Westmont-sinfóníunnar er Dr. Ruth Lin, sem er jafnframt forseti tónlistardeildar Westmont-háskóla.

Sveitin er iðulega á faraldsfæti og hefur heimsótt Ítalíu, Kína, Ungverjaland, Austurríki og Bretland á undanförnum árum auk þess að spila um gervöll Bandaríkin. Nú gefst ungum sem öldnum tónlistarunnendum á Íslandi í fyrsta sinn tækifæri til að njóta Westmont-sinfóníunnar hér á land

Hlekkur á Tix.is:

https://tix.is/is/event/19342/

Nýjast