„Allt mitt fjölskyldulíf snerist um sjóinn og útgerð frá því að ég man eftir mér“

Sigurgeir Pétursson við höfnina í Nelson, Nýja Sjálandi. Myndir/aðsendar.
Sigurgeir Pétursson við höfnina í Nelson, Nýja Sjálandi. Myndir/aðsendar.

Sigurgeir Pétursson skipstjóri frá Húsavík hefur verið búsettur í Nýja-Sjálandi (NS) í 31 ár. Hann hefur verið með skip sem gerð eru út frá Ástralíu og Argentínu til veiða á tannfisk og hokinhala en nýverið kom hann til hafnar með metafla. Á 32 veiðidögum fiskaðist 5650 tonn upp úr sjó; 1245 tonn frosið og 160 tonn af mjöli. Þetta er nýtt met á skipið. Auk þess er Sigurgeir ræðismaður Íslands á NS síðan 2003. Sigurgeir er búsettur í Nelson á NS ásamt eiginkonu sinni Söruh. Þau eiga fimm börn sem öll búa á NS utan eitt sem býr á Íslandi. „Þar eigum við líka þrjú barnabörn. Eitt barnabarnanna okkar á Íslandi, lítil dama sem heitir Hrefna Margrét, fæddist í janúar í fyrra og vegna COVID höfum við ekki enn komist að heimsækja hana sem er afskaplega erfitt,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir hefur starfað við sjómennsku alla tíð fyrir utan nokkur ár þegar hann var framkvæmdastjóri hampiðju í Ástralíu í nokkur ár. „Þrátt fyrir að mér líkaði vel við það starf, togaði sjórinn alltaf í mig og ég fór aftur út á sjó,“ segir Sigurgeir en sjómennskuferillinn hófst í róðrum með föður hans og afa á Húsavík. „Það má segja að ég hafi byrjað með afa mínum Hólmgeiri Arnarsyni frá Grund í Flatey á Skjálfanda á lítilli 6 metra langri trillu sem hann átti. Við rerum á handfæri en einnig fórum við stundum með línustokka og á vorin fór ég annað slagið með honum að vitja um grásleppunet,“ útskýrir Sigurgeir.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast