13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Eins og stormsveipur inn í handboltalífið á Akureyri
Handboltakonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með KA/Þór nýverið eins og frægt er orðið. Rut gekk í raðir KA/Þórs sl. haust og varð því Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Rut er ein besta handboltakona landsins, hún er fastamaður í landsliðinu og hefur leikið um hundrað landsleiki. Rut stendur á þrítugu og er uppalin í HK. Hún var nýlega valin besta leikmaður KA/Þórs á nýliðnum vetri á lokahófi félagsins og óhætt að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í handboltalífið á Akureyri. Vikublaðið ræddi við Rut um handboltann og lífið á Akureyri.