Læstar fréttir

„Metnaður til að gera enn betur“

Björgvin Ingi Pétursson tók á dögunum við starfi forstöðumanns Húsavíkurstofu. Hann er viðskiptafræðingur með master í markaðsfræðum og á að baki fjölbreyttan bakgrunn úr atvinnulífinu. Vikublaðið heimsótti Björgvin í vikunni og ræddi við hann um allt frá pönki til fótbolta. Þá segir Björgvin frá því hvernig það kom til að hann flutti til Húsavíkur. Björgvin er fæddur á Akureyri og bjó þar til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan suður um heiðar og kom sér fyrir í Mosfellsbæ. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo í Hafnarfjörð þar sem ég hef búið mest alla tíð síðan,“ segir hann.
Lesa meira

Færeyingur fann látinn afa sinn á Húsavík eftir áralanga leit

Birgir Þórðarson og Linda dóttir hans deila saman miklum áhuga á ættfræði og í raun öllu sem er gamalt. „Linda er sú eina af mínum börnum sem hefur áhuga á þessu og við ræðum mikið saman um þessi mál,“ segir Birgir en blaðamaður leit við hjá feðgininum á dögunum og hlýddi á þessa stórmerkilegu sögu. Þetta byrjaði allt með færslu á fjasbókarsíðu sem heitir Dagbókarfærslur Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu frá Miðhvammi, 1919. Síðan hefur þann tilgang eins og nafnið gefur til kynna að þarna eru settar inn dagbókarfærslur þessarar ágætu konu allt frá árinu 1919. Linda hafði rekið augun í færslu í ágúst árið 2018, það var dagbókarfærsla skrifuð 30. ágúst 1925 og segir m.a. frá því að færeyskur sjómaður um borð í skipinu Vigeland hafi látist á sjúkrahúsi á Húsavík eftir að hafa fallið úr reyða niður í lest á skipinu. Maðurinn hét Jens Oliver Pedersen.
Lesa meira

Matarhornið: Ostabuff, sætkartöflumús og brokkolísalat

„Við hjónin tókum áskorun frá Guðrúnu og Garðari,“ segja þau Elva Stefánsdóttir og Sigurður Egill Einarsson sem hafa umsjón með Matarhorni vikunnar. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri en Sigurður er fæddur í Reykjavík og óst þar upp. Flutti til Akureyrar 18 ára gamall. Okkar áhugamál eru ferðalög, útivera og vera í góðra vina hópi. Við eigum fjögur börn og fjögur yndisleg tengdabörn og 10 barnabörn Okkur langar að deila með ykkur uppskrift af Ostabuffum, sætkartöflumús ásamt brokkolisalati.“
Lesa meira

„Fólk þráir að komast í leikhús, hlæja og gráta"

„Sýningarárið leggst mjög vel í mig, afléttingar eru hafnar og afnám nándartakmarkanna í leikhúsi sem skiptir öllu fyrir okkur í leikhúsinu,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar (LA), í samtali við Vikublaðið. Nýtt leikár hefst senn á fjölum leikhússins. Í vetur verða áfram þrjár sýningar frá fyrra leikári; Benedikt búálfur, sem sló rækilega í gegn, revían og gamanleikurinn Fullorðinn og samstarfssýningin Tæring. Að auki frumsýnir LA verkið Skugga Svein í janúar þar sem Jón Gnarr verður í aðalhlutverki og er sýningin sú stærsta sem leikfélagið setur upp í vetur. Í apríl verður sýningin Happy Days eða Ljúfir dagar með Eddu Björgu Eyjólfsdóttur frumsýnt. Leikárið endar svo á samstarfi við LHÍ, en útskriftarnemar leikarabrautar frumsýna Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht í Samkomuhúsinu í maí og verður verkið í leikstjórn Ólafs Egilssonar.
Lesa meira

„Seinnipartur sumars skemmtilegur tími til matargerðar“

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir (Gunna), matartæknir, og Garðar Hólm Stefánsson, matreiðslumeistari hafa umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Gunna er fædd í Reykjavík en flutti sem barn í Hólsgerði í Eyjafjarðarsveit, þar sem hún ólst upp. Garðar er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Við hjónin höfum búið á Akureyri alla okkar búskapartíð. Við eigun þrjár dætur, allar vel giftar, og fjögur barnabörn. Við vinnum bæði í mötuneyti heimavistar MA/VMA og höfum gert í mörg ár. Seinnipartur sumars finnst okkur skemmtilegur tími til matargerðar því þá er svo mikið úrval af nýju íslensku grænmeti sem við notum mikið á okkar heimili. Eplakakan er einföld og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Hún er oft höfð í matarboðum hjá okkur. Einnig eru ýmiskonar grænmetis- eða vegan réttir vinsælir á okkar borðum,“ segja þau hjónin.
Lesa meira

Strandið á Rifstanga 1968 rifjað upp

Skjalasafni Þingeyinga bárust nýlega áhugaverðar ljósmyndir frá strandi danska flutningaskipsins Hans Sif á Rifstanga á Melrakkasléttu. Skipið strandaði aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar 1968. Áhöfninni , 11 manns, var bjargað um borð í varðskipið Þór sem flutti hana til Akureyrar. Um borð voru 800 lestir af síldarmjöli sem átti að flytja til Englands. Einar M. Jóhannesson á Húsavík keypti farminn og náði að koma honum í land að hluta til með öðrum bát en einnig með snjósleðum eftir að hafís umkringdi skipið. Farmurinn var síðan seldur til Englands og Írlands. Hans Sif náðist á flot 26. júní 1968 og var í kjölfarið selt aftur til fyrri eiganda.
Lesa meira

Öllum hnútum kunn á sjúkrahúsinu

„Forstjórastarfið leggst ljómandi vel í mig. Ég lít á það sem styrk að þekkja stofnunina og hafa unnið sem framkvæmdastjóri undanfarin ár, en það er svo að hverri stöðu fylgja ný verkefni og ég lít á það sem jákvæða áskorun að takast á við þau verkefni í kunnuglegu umhverfi,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir í samtali við Vikublaðið, en hún var nýlega ráðin sem nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). „Ég veit að þetta starf gerir miklar kröfur en það er kappsmál hjá mér að hafa þarfir sjúklinga að leiðarljósi með því að bjóða upp á gæða heilbrigðisþjónustu sem sinnt er af öflugum og ánægðum hópi starfsmanna.“ Hildigunnur á langan starfsferil hjá SAk en hún byrjaði að vinna á stofnuninni á menntaskólaárunum. „Þá vann ég tvö sumur við ræstingar á skurðstofu. Ég vann einnig sem hjúkrunarnemi á seinni hluta hjúkrunarnámsins en eftir að því námi við Háskólann á Akureyri lauk, starfaði ég sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku þar til ég fór í meistaranám til Skotlands....
Lesa meira

Matarhornið: Bollur af ýmsum gerðum og heimafengið hráefni

„Við erum Guðmundur Örn Ólafsson fæddur Suðurnesjamaður og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Sunnlendingur undan Eyjafjöllum en búum í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Unnum við bæði við gerð Vaðlaheiðarganga og síðan við Kröflulínu á Möðrudalsöræfum, ég sem verkstjóri og Sigurlaug í eldhúsinu,“ segja þau hjónin sem hafa umsjón með matarhorni vikunnar. „Þar sem við búum við matarkistuna Eyjafjörð og eigum bát, erum við dugleg að nota heimafengið hráefni; fisk sem við veiðum sjálf, ýmsa villibráð og verslum helst beint frá býli hér í sveitinni allt sem við getum. Við erum dugleg á haustin að vinna mat í kistuna fyrir veturinn, við eigum níu börn og barnabörnum fjölgar og oft gestkvæmt hjá okkur. Við ætlum að leggja til þessar eftirfarandir uppskriftir og eru það bollur af ýmsum gerðum.“
Lesa meira

„Lífið er gott hér á Akureyri“

Leik-og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir hefur komið sér vel fyrir á Akureyri þar sem hún er að vasast í ýmsum spennandi verkefnum. Hún er leikkona að mennt og hefur lengi verið áberandi í listalífinu og tekið þátt í mörgum sýningum. Þá hefur hún haldið heiðri Janis Joplin á lofti með sýningum um söngkonuna, sem og Tinu Turner. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Bryndísar sem er Norðlendingur vikunnar. „Ég er að koma mér vel fyrir hér á Akureyri, brasa í alls konar spennandi verkefnum," segir Bryndís.
Lesa meira

„Við vitum allar að þessi tími mánaðarins er ekki sá skemmtilegasti“

Fanndís Dóra Þórisdóttir frá Húsavík lét drauma sína rætast nýverið og stofnaði fyrirtækið Organized. Á fimmtudag í þarsíðustu viku setti hún í sölu svo kölluð Rósubox sem eru flaggskip fyrirtækisins. Rósuboxin eru í áskrift sem hægt er að panta á organized.is en þau innhalda tíðarvörur og ýmsa aðra glaðninga til að létta konum þann tíma sem þær eru á blæðingum. Fanndís segist lengi hafa dreymt um það að stofna sitt eigið fyrirtæki og vera þannig sinn eigin herra. Þar sem ég fæ að stjórna, skapa minn eigin vinnutíma og gera það sem mig langar til að gera,“ segir Fanndis og bætir við að hún hafi lagt höfuðið í bleyti og margar hugmyndir litið dagsins ljós. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti gert og hvers konar fyrirtæki ég gæti stofnað. Ég datt einhverra hluta vegna áskriftarbox í hug. Svo fór ég að skoða ýmsa möguleika og datt loks niður á þessa hugmynd. Að hafa tíðabox fyrir konur,“ útskýrir hún.
Lesa meira