„Maður lifir fyrir að takast á við krefjandi verkefni“

Kristján Þór Magnússon á góðri stund. Mynd/aðsend
Kristján Þór Magnússon á góðri stund. Mynd/aðsend

Kristján Þór er á sínu öðru kjörtímabili sem sveitarstjóri Norðurþings en því fyrsta sem kjörinn fulltrúi. Þegar möguleikinn kom fyrst upp á borðið að verða sveitarstjóri á æskuslóðunum gat hann ekki sagt nei, þó hann hafi ekki leitt hugann að því áður að skella sér í pólitík. „Þegar þessi möguleiki kom uppá borðið var hann einfaldlega of freistandi til að stökkva ekki á hann. Fyrir mig og fjölskylduna hefur þetta verið gæfuspor. Okkur líður vel á Húsavík og ég brenn fyrir vinnuna mína, þótt hún geti stundum tekið mikinn toll. Það er margt sem maður lærir í því starfi sem ég gegni og það eru sennilega mestu forréttindin við að fá að gegna því, sem og að njóta þess að eiga í samskiptum við gott samstarfsfólk alla daga,“ segir Kristján. Kristján segir margt standa upp úr á ferlinum hingað til og nefnir þá miklu eldskírn sem hann hlaut þegar hann lenti óvænt í hringiðu eldsumbrota nokkrum dögum eftir að hann hóf störf. Þar er að sjálfsögðu um að ræða eldgos í Holuhrauni árið 2014. „Allt stappið sem við stóðum í til að klára að innsigla upphaf iðnarauppbyggingar á Bakka tók mjög á, en tókst að lokum og hefur snúið við stöðunni í sveitarfélaginu til hins betra. Ég er líka gríðarlega ánægður með að nú hygli undir upphaf framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík, sem beðið

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast