„Skapandi að leika sér í eldhúsinu“
Hjálmar Bogi Hafliðasson er mikið jólabarn enda hefur hann sérlega sterka tengingu við jólasveininn.
„Ég elska mat og að borða. Það er skapandi að leika sér í eldhúsinu, helst í annarra manna húsum. Það er sömuleiðis meira gefandi að fara ekki eftir uppskrift heldur skapa sama réttinn þannig að útkoman verði sem fjölbreyttust. Sumt hefur þó meira vægi en annað; íslenska lambið eða grafa ólíkar tegundir af kjöti eða fiski,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, sveitarstjórnarmaður og kennari á Húsavík, sem er matgæðingur vikunnar en hann reiðir hér fram dásamlega þjóðlega máltíð.