13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Fer til Egilsstaða til að slaka á
Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast nær kölluð býr á Húsavík en hún er gift Kristjáni Þór Magnússyni sveitarstjóra Norðurþings. Þau eiga þrjú börn, Aðalheiði Helgu 12 ára, Magnús Hlíðar 7 ára og Blædísi Borg 4ra ára. Gunnu Dís þarf vart að kynna en hún hefur stýrt vinsælum útvarps og sjónvarpsþáttum um árabil og í seinni tíð er erfitt að hugsa um Eurovisjon sönglagakeppnina án þess að muna eftir Gunnu Dís enda hefur hún með sínum heillandi persónuleika verið einn allra besti Eurovisjon-kynnir sem Íslendingar hafa alið af sér. Í dag starfar hún á skrifstofu Sjóvá á Húsavík en þar hefur aldrei verið skemmtilegra að huga að tryggingum en einmitt nú. Gunna Dís er frá Ytri-Hlíð í Vopnafirði þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum, þremur bræðrum, föðurbróður, ömmu og afa en í dag er hún Norðlendingur vikunnar.