Kveður stolt eftir 13 ára landsliðsferil
Rakel Hönnudóttir ásamt herbergisfélaga sínum í landsliðinu og fyrirliða liðsins, Söru Börk Gunnarsdóttur.
Akureyrska knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa spilað með landsliðinu í 13 ár. Hún er þó hvergi nærri hætt í boltanum. Rakel verður 32 árs gömul núna í desember og á að baki 103 A-landsleiki og skorað í þeim níu mörk. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008. Hún spilar með Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna en hefur einnig leikið með uppeldisfélagi sínu Þór/KA, Bröndby, Limhamn Bunkeflo og Reading á ferlinum. Rakel Hönnudóttir er Íþróttamaður vikunnar og situr fyrir svörum...