13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Fjölmiðlamaður í 30 ár
„Í þessu fagi er lykillinn traust, margir sem ég hef talað við nefna einmitt þennan þátt. Fjölskyldan þarf líka að taka ríkan þátt í starfinu, vinnutíminn getur verið á öllum tímum sólarhringsins alla daga ársins," segir Karl Eskil m.a. í ítarlegu viðtali.
Karl Eskil Pálsson nær þeim áfanga um áramótin að hafa starfað í þrjátíu ár við fjölmiðlun, allaf með aðsetur á Akureyri og þá með fréttir af landsbyggðunum sem sérgrein. Fyrstu tuttugu árin starfaði hann á fréttastofu Ríkisútvarpsins með aðsetur á Akureyri. Hann hefur undanfarin fimm ár starfað á sjónvarpsstöðinni N4 en áður var hann sjálfstæður fjölmiðlamaður og ritstjóri Vikudags. Vikublaðið settist í vikunni niður með Karli og gerði upp þessa þrjá áratugi.