„Ánægjulegt að geta loksins opnað“

Í lokuninni hefur Sigurður Gestsson verið duglegur í að „ditta“ að World Class-stöðvunum á Akureyri.…
Í lokuninni hefur Sigurður Gestsson verið duglegur í að „ditta“ að World Class-stöðvunum á Akureyri. „Það er ýmislegt sem fellur til og ég hef reynt að nýta tímann vel,“ segir hann.

Líkamsræktarstöðvar landsins fengu að í vikunni með miklum takmörkunum þó eftir rúmlega þriggja mánaða lokun. Einungis eru leyfðir hópatímar þar sem allt að 20 manns mega koma saman. Í World Class verður boðið upp bæði þol-og styrktarþjálfun í hópatímum. Sigurður Gestsson hefur starfað sem einkaþjálfari í áraraðir og á stóran kúnnahóp í World Class. Hann fagnar því að nú sé hægt að opna að einhverju leyti. „Þetta er búið að vera ansi langur tími og því ánægjulegt að geta opnað, þó þetta sé mjög takmarkað fyrst um sinn. En það er betra en ekkert og mér líst vel á þetta,“ segir Sigurður í samtali við Vikublaðið. Í venjulegu árferði er Sigurður að þjálfa hálfan daginn og á móti sinnir hann ýmsum viðgerðum og viðhaldi á tækjabúnaði í World Class-stöðvunum á Akureyri. „Ég hef því einbeitt mér algjörlega að því undanfarna mánuði og hef t.d. verið að flísaleggja klefana og skipta út ljósum og gera við tæki. Það er ýmislegt sem fellur til og ég reyni að nýta tímann vel,“ segir Sigurður.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast