„Ávinningurinn mikill að geta haldið stöðvunum opnum“

„Það má segja að það hafi ríkt ákveðin „reunion“ stemning hjá okkur síðan við opnuðum og allir brosa…
„Það má segja að það hafi ríkt ákveðin „reunion“ stemning hjá okkur síðan við opnuðum og allir brosandi út að eyrum,“ segir Tryggvi Kristjánsson.

Tryggvi Kristjánsson er einn eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri en líkamsræktarstöðvar landsins fengu að opna á ný fyrir um tveimur vikum eftir meira en þriggja mánaða samfellda lokun. Tryggvi hefur áralanga reynslu af þjálfun og heilsufræðum og starfar sem þjálfari á Bjargi auk þess að sjá um reksturinn. Vikublaðið tók Tryggva tali og ræddi við hann mikilvægi hreyfingar, hollt matarræði og góða lýðheilsu almennt. „Stemmningin hérna á Bjargi hefur verið afskaplega góð síðan við fengum að opna og eru bæði viðskiptavinir okkar og þjálfarar mjög kátir að komast aftur í ræktina eftir að hafa haft lokað í þrjá og hálfan mánuð. Það má segja að það hafi ríkt ákveðin „reunion“ stemning hjá okkur síðan við opnuðum og allir brosandi út að eyrum,“ segir Tryggvi. „Þetta var afar kærkomið og löngu orðið tímabært að fá líf í Bjargið á ný. Þetta er búið að vera hálf draugalegt síðustu mánuði.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast