Tryggvi einn sá efnilegasti í heimi

Tryggvi Snær Hlinason. Mynd/Páll Jóhannesson.
Tryggvi Snær Hlinason. Mynd/Páll Jóhannesson.

Þrír ís­lensk­ir körfuknatt­leiks­menn eru á lista Euroba­sket yfir efni­leg­ustu leik­menn heims utan Banda­ríkj­anna sem fædd­ir eru árið 1997. Um er að ræða þá Kára Jóns­son, Krist­in Páls­son og Tryggva Snæ Hlina­son sem kom­ast all­ir á topp 100 list­ann. Kári er þeirra efst­ur, í 20. sæti, Krist­inn er í 70. sæti og Tryggvi Snær í 93. sæti. Kári var einn besti leikmaður Dom­in­os-deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð þegar hann fór mik­inn með Hauk­um þrátt fyr­ir ung­an ald­ur. Hann mun í vet­ur leika í Banda­ríkj­un­um með liði Drex­el-há­skól­ans sem staðsett­ur er í rík­inu Penn­sylvania. Krist­inn fór fyr­ir ári síðan vest­ur um haf og spilaði með Mar­ist-há­skól­an­um í New York fylki, en áður spilaði hann sam­hliða náði hjá liði Stella Azzura á Ítal­íu. Tryggvi Snær leik­ur með Þór Ak­ur­eyri en hef­ur meðal ann­ars fengið samn­ingstil­boð frá spænska liðinu Valencia. Hann er í ís­lenska landsliðinu sem leik­ur nú í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins. Greint var frá þessu á mbl.is 

Nýjast