Þór steinlá fyrir Keflavík
Þór Akureyri tók á móti Keflavík í 10. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöld.
Eftir fimm sigra í röð í deild og bikar þá dugði það skammt gegn Keflvíkingum. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri í leiknum. Þeir voru með yfirhöndina frá 2. leikhlutanum og unnu sannfærandi sigur 77:89.
Hörður Axel Vilhjálmsson og Amin Stevens fóru hamförum fyrir Keflavík og skoruðu þeir samtals 61 stig. Þar af var Amin með 41 stig.
Margir af leikmönnum Þórs sem hafa verið frábærir að undanförnu náðu sér ekki á strik í leiknum. Darrel Lewis og George Beamon stóðu þó fyrir sínu.