Rassskelltir fyrir jólafríið

Akureyringar mættu ekki nógu vel undirbúnir til leiks. Mynd: úr safni/ Þórir Tr
Akureyringar mættu ekki nógu vel undirbúnir til leiks. Mynd: úr safni/ Þórir Tr

Ak­ur­eyri tók á móti Fram í gær í loka­leik Olís-deild­ar­inn­ar í handbolta karla fyr­ir jóla­frí. Fyrir leikinn voru liðin voru jöfn að ásamt Gróttu og Stjörn­unni í fjór­um neðstu sæt­un­um.

Skemmst er frá því að segja að Aureyringar virtust hreinlega ekki hafa mætt til leiks og Frammarar nýttu sér að og geystust fram úr, staðan í hálfleik var 10-15 Fram í vil.

Akureyringar mættu í seinni hálfleikinn síst skárri en í þann fyrri. Tveir leikmenn þurftu að fara útaf með rauð spjöld og engin taktur í leik liðsins, hvorki í vörn eða sókn. Fram sigraði að lokum 25-34 og stökk þar með upp í 7. sæti með 13 stig.  Akureyri rétt hangir fyrir fyrir ofan fallstrikið á markahlutfalli, eru með 11 stig eins og Grótta og Stjarnan. Það má því reikna með harðri og spennandi fallbaráttu á nýja árinu.

Mindaugas Dumcius var markahæstur í liði heimanna með 8 mörk. Arnar Birkir Hálfdánsson fór á kostum fyrir gestina og var markahæstur með 10 mörk.

Nýjast