Meistarar strengjanna á sinfóníutónleikum í Hofi
Sunnudaginn 26. janúar flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Ross Collins verk eftir þrjá meistara frá ólíkum tímum sem lagt hafa mikið af mörkum til tónlistar fyrir strengjasveit.
Á efniskránni eru Adagio fyrir strengi eftir Samuel Barber, Serenade fyrir strengi í C-dúr ópus 48 eftir Pjotr Tsjækovskí og Öldurót & Spiral eftir Ólaf Arnalds.
Verk Barbers og Tsjækovskí eru með ástsælustu verkum tónlistasögunnar og hefur Adiago fyrir strengi eftir Barber spilað stórt hlutverk í fjölda kvikmynda og var til að mynda ógleymanlegt í kvikmynd Olivers Stone, Platoon frá 1986, þar sem fjallað var um hrylling Víetnamstríðsins. Verk Ólafs Arnalds hafa haft mikil áhrif á hvernig skrifað er fyrir strengjasveitir í nútímanum, sérstaklega í kvikmyndatónlist.
Tónleikarnir fara fram í Hamraborg í Hofi og hefjast kl. 16 sunnudaginn 26. janúar nk.