Hingað en ekki lengra fyrir Þór
Þór Akureyri mátti lúta lægra haldi gegn Grindavík í gærkvöld er liðin mættust í 8 liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta karla. Það er því Grindavík sem tryggði sér sæti undan úrslit. Lokatölur urðu 74-61, en leikið var í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Munurinn varð aldrei sérstaklega mikill á milli liðanna en Grindvíkingar höfðu þó alltaf frumkvæðið og unnu alla leikhluta og þer með leikinn.
George Beamon var atkvæðamestur heimamanna með 23 stig, og Darrel Keith Lewis kom þar á eftir með 15. Lokatölur sem fyrr segir 74-61 fyrir Grindavík.