Enduðu árið með auðveldum sigri

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason

Þórsarar sóttu botnlið Snæfells heim í gærkvöld í elleftu umferð Dominosdeildar karla í körfubolta.

Þór byrjaði leikinn af krafti og hafði undirtökin allan leikinn, tóku þó aðeins fótinn af bensíngjöfinni undir lokin og Snæfellingar náðu að saxa á forskotið. Sigur Þórs var þó aldrei í hættu og lokatölur urðu  92-102 Akureyrarliðinu í vil.

George Beamon fór á kostum í liði Þórs og skoraði 32 stig tók 5 fráköst og var með 3 stoðsendingar. Darrel Lewis var með 17 stig 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Danero Thomas var með 14 stig, Tryggvi Snær 13 stig og 6 fráköst,  Ragnar Helgi 10 stig og 4 stoðsendingar, Ingvi Rafn 9 stig og 4 stoðsendingar, Þröstur Leó 7 stig og 4 stoðsendingar.

Í liði heimamanna var Sefton Barrett atkvæðamestur með 29 stig, 16 fráköst og 3 stoðsendingar. 

Með sigrinum eru Þórsarar komnir upp í fimmta sæti deildarinnar nú með 12 stig, þegar deildin er hálfnuð. Næsti leikur Þórs á nýju ári verður útileikur gegn Stjörnunni 5. janúar.  

Nýjast