Akureyri steinhætt að tapa
Akureyri og Selfoss mættust í kvöld í Olís-deild karla í handbolta í KA heimilinu. Leikurinn var sannkallaður háspennuleikur allt til loka, þar sem Akureyri handboltafélag hafði betur.
Akureyringar höfðu frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik, spiluðu góða vörn en fengu nokkrar brottvísanir. Selfyssingar voru seinir í gang en komust þó smám saman betur inn í leikinn. Akureyringar hleyptu þeim þó aldrei of nálægt sér. Dómararnir hentu Selfyssingum útaf í bunkun en þeir stóðu mótlætið af sér.
Í seinni hálfleik átti Selfoss fyrst möguleika á að komast yfir þegar rúm mínúta var eftir, en klúðraði tveimur síðustu sóknum sínum. Heimamenn gengu á lagið og silgdu sigrinum í land 25:23
Akureyringar hafa nú spilað sex leiki í röð án taps og er nú í fyrsta skipti í vetur komið úr fallsæti. Selfoss er um miðja deild með fjórtán stig.