Faraldurinn komið verst niður á Hafnarsjóði

Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík. Mynd/epe
Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík. Mynd/epe

Það er ekkert launungamál að heimsfaraldurinn sem nú geysar hefur valdið umtalsverðu efnahagslegu tjóni ekki síst hjá hinu opinbera. Frá Norðurþingi fengust þær upplýsingar að óvissa sé enn töluverð og endanlegt fjárhagslegt tjón sveitarfélagsins liggi ekki fyrir fyrr en faraldrinum ljúki og þær atvinnugreinar og einstök fyrirtæki hafa náð sér aftur á strik. Það á sérstaklega við um ferðaþjónustuna og starfsemi PCC á Bakka.

Miðað við þær upplýsingar sem liggja nú þegar fyrir kemur faraldurinn verst á rekstri Hafnasjóðs Norðurþings. Tekjutap Hafnasjóðs er áætlað í kringum 73 milljónir en mótvægisaðgerðir munu væntanlega skila um 21 milljón, þessar tölur eru þó ekki endanlegar.

Aukinn launakostnaður vegna COVID-19 (laun í sóttkví) er nú í tæpum 16 milljónum en sá kostnaður gæti átt eftir að hækka. „Þjónustutekjur skerðast um rúmar 5 milljónir vegna breyttrar starfsemi í grunnskólum í vor. Þjónustutekjur af tjaldsvæðum og sundlaugum féllu að miklu leyti niður í vor en sumarið virðist vera að skila okkur því að mestu til baka.

Farið var í atvinnuátak fyrir ungt fólk í sumar og í það voru settar 35 milljónir.

Þessu til viðbótar þá er Jöfnunarsjóður búinn að tilkynna niðurskurð á framlögum til Norðurþings upp á tæplega 90 milljónir og gera má ráð fyrir að útsvarstekjur muni ekki skila sér m.v. áætlun síðustu mánuði ársins vegna vænts aukins atvinnuleysis á næstunni,“ segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vikublaðsins til sveitarfélagsins Norðurþings.

Nýjast