Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 22. október og farið er um víðan völl í blaði vikunnar að vanda.
Meðal efnis:
*Gríðarlegur munur er á kostnaði við keppnisferðir á íþróttaviðburði eftir búsetu á landinu. Foreldri stúlku í 3. flokki í sameinuðu liði Þórs/KA/Hamranna segir dóttur sína hafa farið í sex keppnisferðir til Reykjavíkur í sumar, kostnaður við hverja ferð er 14.000-24.000 kr. Sjá ítarlega umfjöllun í blaðinu.
*Vilhjálmur Ingi Árnason starfaði lengi sem íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri en hefur búið í Brasilíu í hátt í tuttugu ár. Hann fór fyrst til landsins um áramótin 2000/2001 en Vilhjámur glímdi við slitgigt og bólgur og leitaði í hitameðferð við Miðjarðarhafið. Vikublaðið hafði samband við Vilhjálm og forvitnaðist um lífið hans í Suður-Ameríku.
*Hinrik Wöhler er búsettur á Húsavík og starfar sem forstöðumaður Húsavíkurstofu. Hann er líka mikill áhugamaður um Formúlu1 kappakstur og hefur um nokkurt skeið lýst viðburðum í greininni fyrir skandinavísku sjónvarpsveituna Viaplay. Vikublaðið spjallaði við Hinrik.
*Eva Dögg Pálsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna og kemur með nokkrar úrvals uppskriftir sem tilvalið er að prófa nú á haustdögum.
*Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona er Norðlendingur vikunnar. Saga hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. Hún hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1964 og var í hópi fyrstu fastráðnu leikara LA árið 1973.
*Jón Hjaltason sagnfræðingur segir sögu Káins í nýútkominni bók sinni: Fæddur til að fækka tárum – Káinn – Ævi og ljóð. Bókin er 370 síður og segir Jón sögu þessa fyrsta og eina kímniskálds Íslendinga.
*Svavar Alfreð Jónsson skrifar Bakþankapistil og Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir heldur um Áskorendapennann.
*Þar sem mestallt íþróttalíf liggur niðri vegna samkomutakmarkana dustum við rykið af dálknum Íþróttamaður vikunnar og nú er það Oddur Gretarsson handboltamaður sem situr fyrir svörum. Hann var nýlega valinn í landsliðið á nýjan leik en hann spilaði síðast með liðinu á EM í Serbíu árið 2012.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.