20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Úr óveðurskafla yfir í heimsfaraldur
„Allt hófst þetta nú með óveðurskaflanum í desember 2019 og var þeim varla lokið þegar undirbúningur hófst hvað Covid-19 varðar sem hefur síðan haldið okkur við efnið og gerir enn,“ segir Hermann Karlsson.
Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði ásamt samstarfsfólki sínu í lögreglunni. Fyrir utan almenn lögreglustörf skall þriðja bylgja Covid-19 faraldursins harkalega á hér á svæðinu og hefur lögreglan upplýst fólk á hverjum degi um stöðuna í samfélaginu er varðar smit. Kom heimsfaraldurinn nánast í kjölfar mikils óveðursveturs sem hófst í desember í fyrra. Vikublaðið tók Hermann tali og forvitnaðist inn í líf og starf lögreglumannsins.