27.04
Egill Páll Egilsson
Mæðgurnar Viðja Karen Vignisdóttir og Berglind Ragnarsdóttir léku báðar stórt hlutverk í tengslum við tökur á myndbandinu við Husavik – My Hometown. Viðja er ein af stúlkunum 17 sem sungu með Molly Sandén og opnuðu Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fór aðfararnótt mánudags.
Lesa meira
26.04
Atli Páll Gylfason tók áskorun frá Gísla Einari í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar uppskriftir í matarhornið. „Ég starfa sem múrari hér á Akureyri. Það er rétt hjá honum Gísla vini mínum sem skoraði á mig að ég hef gaman af töfrum eldhússins en yfirleitt sé ég um að borða matinn og ganga frá. Það kemur stundum fyrir að ég sé um að eldamennskuna og eru alls kyns pönnukökur mín sérgrein. Það er hægt að setja allt á pönnukökur! Ég ætla að deila með ykkur 2 uppskriftum,“ segir Atli.
Lesa meira
26.04
Egill Páll Egilsson
Húsavík – My Hometown úr Netflixmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut ekki Óskarsverðlaunin en tilkynnt var um það rétt í þessu. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.
Lesa meira
25.04
Egill Páll Egilsson
Húsavík tók sig einstaklega vel út á sjónvarpsskjám tuga milljóna fólks um allan heim rétt í þessu. Flutningur lagsins Húsavík – My Hometown úr Netflixmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var opnunaratriðið á Óskarsverðlaunahátíðinni sem hófst nú um 22:35. Lagið er tilnefnt til Óskarsverðlauna.
Lesa meira
25.04
Aðalsteinn Á. Baldursson
Það var mikið gæfuspor þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi þess að búa við góðar samgöngur.
Lesa meira