03.05
Árið 2021 nálgast metárin fyrir efnhagshrunið og árið 2017 þegar framkvæmdir í Hagahverfi hófust
Lesa meira
02.05
Reynir Ingi Davíðsson tók áskorun frá Antoni Páli Gylfasyni í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar úrvalsuppskriftir í matarhornið. „Ég er Akureyringur í húð og hár að verða 30 ára gamall. Ég starfa sem rarfvirki á Akureyri og rek fyrirtæki sem heitir Íslenskir rafverktakar. Ég þakka Gylfa kærlega fyrir áskorunina, ég er þó ekki mikið í eldhúsinu sjálfur en það vill svo heppilega til að ég grilla allan ársins hring og er töluvert í skotveiði. Svona þar sem það er að koma sumar þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af Dry Age Rib Eye og smjörsteiktum aspas. Fyrir haustið fylgir síðan einnig uppskrift af gröfnum gæsabringum,“ segir Reynir...
Lesa meira
01.05
Ósk Helgadóttir og Aðalsteinn Á. Baldursson
Þann 1. maí ber verkafólk um heim allan fram kröfur um aukin jöfnuð og jafnrétti um leið og mótmælt er þeirri miklu misskiptingu sem þrífst víða um heim. Horfir jafnframt um öxl og minnist þeirra sigra sem áunnist hafa, en það sem mestu máli skiptir er að líta til framtíðar. Saga verkalýðsbaráttunnar er orðin löng, en sagt er að hún hafi þróast samhliða fyrstu iðnbyltingunni á síðari hluta átjándu aldar og verið andsvar verkalýðsins við verksmiðjuþrælkun og uppgangi kapítalisma í Evrópu. Fyrstu stéttarfélögin voru stofnuð af iðnaðarmönnum á Bretlandi er verkafólk var án nokkurra réttinda á vinnumarkaði og algjörlega háð framboði á markaði og eftirspurn atvinnurekenda. Hugmyndin um starfsemi stéttarfélaga féll í grýttan jarðveg hjá atvinnurekendum, enda braut hún í bága við grundvallarkenningar frjálsrar samkeppni og stóð í vegi fyrir frjálsri verðmyndun. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar þróaðist síðan sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um heim allan og hafa aðgerðir hreyfingarinnar frá fyrstu tíð haft mikið að segja um þróun og mótun samfélaga.
Lesa meira