Nýtt starfsfólk ÖA á aðra kjarasamninga

Lögmannshlíð á Akureyri.
Lögmannshlíð á Akureyri.

Nýir starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar fara á aðra kjarasamninga en þeir sem þegar starfa þar. Þetta segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í viðtali á N4. Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. tekur við rekstrinum um mánaðamótin. Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. í Kópavogi um rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri, samningurinn gerir það að verkum að Heilsuvernd verður með stærri vinnuveitendum Akureyrar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segist treysta því starfsemin og þjónustan verði áfram jafn öflug og hún hefur verið hjá bænum. Hún segir að lög um aðilaskipti tryggi að núverandi starfsmenn haldi sínum kjörum út samningstímabil gildandi kjarasamninga. „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ segir Ásthildur en ítarlegra viðtal við hana verður í Landsbyggðum á N4 á fimmtudagskvöldið.

Nýjast