Samþykktu tillögu á deiliskipulagi fyrir heilsugæslustöð á tjaldsvæðisreitnum

Líkan af fyrirhuguðum breytingum á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræi. Mynd/Akureyri.is
Líkan af fyrirhuguðum breytingum á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræi. Mynd/Akureyri.is

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í vikunni að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti vegna nýrrar heilsugæslustöðvar sem á að rísa á svæðinu. Lagðar voru fram þrjár útfærslur. Sú tillaga sem var samþykkt að auglýsa felur í sér afmörkun lóðar fyrir um 1.700 fm heilsugæslu á norðvesturhluta svæðisins þar sem nú eru bílastæði.

Að auki er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar og viðbyggingu við vesturhluta Icelandair hótels. Einnig færist aðkoma frá Þingvallastræti til vesturs, auk þess sem breytingar eru gerðar á afmörkun bílastæða, gangstétta o.fl. Tillagan verður auglýst formlega á næstu dögum, í samræmi við skipulagslög, og hafa íbúar og aðrir hagsmunaaðilar sex vikur til að gera athugasemdir, segir í frétt Akureyrarbæjar.

Nýjast