20.06
Egill Páll Egilsson
Jón Arnór Pétursson er aðeins 14 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur á hann nú þegar að baki glæstan feril sem leikari og skemmtikraftur.
Jón Arnór er þessa dagana að stíga sín fyrstu skref í útgáfu á eigin tónlist ásamt Baldri Birni Arnórssyni vini sínum. Þeir senda frá sér tónlist og koma fram undir listamannanafninu „Jón Arnór & Baldur“. Fyrsta lagið þeirra „Alla leið“ kom út 1. júní 2021. Strákarnir eru komnir í stúdíó með annað lagið sitt og von er á fleirum á næstu mánuðum.
Lesa meira
19.06
Handboltakonan Rut Arnfjörð Jónsdóttir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með KA/Þór nýverið eins og frægt er orðið. Rut gekk í raðir KA/Þórs sl. haust og varð því Íslandsmeistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Rut er ein besta handboltakona landsins, hún er fastamaður í landsliðinu og hefur leikið um hundrað landsleiki. Rut stendur á þrítugu og er uppalin í HK. Hún var nýlega valin besta leikmaður KA/Þórs á nýliðnum vetri á lokahófi félagsins og óhætt að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í handboltalífið á Akureyri. Vikublaðið ræddi við Rut um handboltann og lífið á Akureyri.
Lesa meira
18.06
Egill Páll Egilsson
Framkvæmdir eru í fullum gangi við Húsavíkurkirkju og safnaðarheimilið Bjarnahús. Það er trésmíðaverkstæðið Val ehf. sem sér um byggingaframkvæmdir en Bæjarprýði sér um lóðaframkvæmdir.
Lesa meira