14.06
Egill Páll Egilsson
Hluti af því að vera blómaáhugamaður er að gera alls konar tilraunir, sama hversu gáfulegar þær eru. Í dag er ég með tvær skemmtilegar tilraunir í gangi. Annars vegar setti ég niður fræ úr lífrænni sítrónu úr Nettó en það eru komnar þrjár litlar plöntur sem virðast ætla að komast á legg. Hins vegar spíraði ég fræ úr avókadóávexti og setti að lokum í mold. Það er tilrauninn sem ég ætla að fjalla um að þessu sinni.
Lesa meira
14.06
Egill Páll Egilsson
Frídagur sjómanna var á sunnudag fyrir rúmri viku. Á Húsavík var lítið um hátíðarhöld og dagurinn leið eins og hver annar sunnudagur. Covid 19 faraldurinn hefur þar eflaust eitthvað að segja. Þó má ekki má líta fram hjá því að sjóssókn frá Húsavík er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem áður var ef frá er talin útgerð hvalaskoðunarbáta. Smábátaútgerð er sáralítil og nýliðun í greininni er nánast engin, enda er hún ömöguleg án aflaheimilda. Ef ekki væri fyrir útgerð GPG væri nánast engin fiskiútgerð á Húsavík.
Lesa meira
13.06
Egill Páll Egilsson
Háskólahátíð - brautskráning Háskólans á Akureyri fór í ár fram í þremur athöfnum á tveimur dögum. Þá brautskráðust 534 kandídatar af þremur fræðasviðum og er þetta stærsti útskriftarárgangur háskólans frá upphafi.
Lesa meira
13.06
Hera Kristín Óðinsdóttir, auglýsingastjóri Dagskrárinnar, tekur við keflinu í matarhorninu og kemur hér með afar gómsæta uppskrift. „Ég ætla að deila með ykkur einum af mínum uppáhalds kjúklingarétti sem er svo sannalega er ekki síðri á sumrin með t.d ísköldu hvítvíni. Hann er mjög fljótlegur og afskaplega góður. Ég ætla að skilja eftir hér „spariútgáfuna” sem er nú ekki mikið flóknari en þessi fljótlegri,“ segir Hera...
Lesa meira
12.06
Egill Páll Egilsson
Harpa Fönn Sigurjónssdóttir ólst upp í Kaldbak á Húsavík en fluttist til höfuðborgarinnar til að fara í menntaskóla og hefur að mestu búið þar síðan. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur m.a. starfað sem slíkur fyrir Myndstef en hún lagði áherslu á höfundaréttarmál í námi sínu. Hún hefur þó lengst af starfað með einum eða öðrum hætti við listsköpun og skipulagningu listviðburða.
Lesa meira
12.06
Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey frá árinu 1990 eða í 31 ár. Óhætt er að segja að hún sé athafnakona þar sem hún er að vasast í ýmsu á eynni og stekkur í hin og þessi störf. Hún segist kunna afar vel við sig á hjara veraldar. „Hér finnst mér dásamlegt að vera, annars væri ég varla búin að vera hér svona lengi,“ segir Anna María sem er Norðlendingur vikunnar. „Hér er allt gott að frétta. Það var verið að bólusetja okkur hér í eyjunni nýverið, alls 16 manns sem áttu eftir að fá bólusetningu og alveg magnað að vera orðin full bólusett.“ Anna María segir mikið líf færast yfir Grímsey þegar vorar. „Hér lifnar allt mikið við í maí þegar fuglarnir mæta til okkar og bjargfuglinn fer að verpa og eggjatakan á fullu. Núna er strandveiðin að byrja og þá koma hér sjómenn og lífga upp á eyjalífið. Ferjan kemur orðið fimm sinnum í viku og með henni koma ferðamennirnir og vistir til okkar. Dagurinn er orðin svo bjartur og næturnar líka og bara allt eins og það á að vera,“ segir Anna María.
Lesa meira