Fréttir

Meistarar-heimildarmynd um gullstelpurnar í KA/Þór

Lesa meira

Sumarbúðir í Saltvík: Gleði – Ævintýri - Óvissa

Á föstudag í síðustu viku luku 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára fimm daga dvöl í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak. Þetta er í fyrsta sinn sem sumarbúðir eru starfræktar í Saltvík. Rakel Jóhannsdóttir er einn af skipuleggjendum sumarbúðanna en hún segir að stelpurnar hafi allar verið svakalega ánægðar. Sumarbúðirnar heita Útreiðar & Útivist og eins og nafnið gefur til kynna er áhersla lögð á hestamennsku en einnig náttúruskoðun, föndur og leiki. Þá skellti hópurinn sér í hvalaskoðun á fimmtudag með Norðursiglingu. „Hvalaskoðuninn var klárlega einn að hápunktunum og svo að fara a stökk og sækja egg hjá hænunum,“ segir Rakel. Gildi sumarbúðanna eru Gleði - Ævintýri - Óvissa! En það voru stelpurnar sjálfar sem sömdu þau og segir Rakel að starfið í kringum sumarbúðirnar sé í stöðugri þróun enda bara rétta að byrja
Lesa meira

Sýning opnar á Hjalteyri

Lesa meira

„Sáum möguleikana þarna í skóginum“

Hjónin Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson festu kaup á landi austan við Eyjafjörð í september á síðasta ári og hafa nú ráðist í miklar framkvæmdir. Þann 11. Febrúar á næsta ári hyggjast þau opna svo kölluð Skógarböð og nýta þannig heitt vatn sem rennur frá Vaðlaheiðargöngum og út í sjó.
Lesa meira

„Mikil gjöf að flytja aftur heim til Akureyrar"

Silja Björk Björnsdóttir er nýr rekstrarstjóri BARR Kaffihús sem opnaði nýlega í Menningarhúsinu Hofi. Silja er fædd og uppalinn í Þorpinu á Akureyri og flutti aftur á heimaslóðir frá Reykjavík til þess að taka við starfinu. „Það hefur verið mikil gjöf að flytja aftur heim til Akureyrar eftir átta ár í Reykjavík en í sannleikanum sagt þá hélt ég aldrei að ég myndi flytja aftur norður,“ segir Silja Björk sem er Norðlendingur vikunnar. „Það er svo gott að geta skipt um skoðun, eftir barneignir og heimsfaraldur hafa ýmsir hlutir breyst og eftir ár af atvinnuleysi og tæmingu sparisjóðsins fannst okkur kjörið að flytja norður, vera nær fjölskyldunni minni og bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Silja. Hún er menntuð í kvikmyndafræðum en mig rak forvitni í að vita hvernig leið hennar lá yfir í veitingabransann. „Já, menntun og reynsla er ekki endilega það sama! Ég hef alltaf verið svona fiðrildi, forvitin um allskonar og finnst gaman að prófa nýja hluti og læra eitthvað nýtt.
Lesa meira

Birna Davíðsdóttir nýr skólastjóri Stórutjarnarskóla

Gengið hefur verið frá ráðningu Birnu Davíðsdóttur í stöðu skólastjóra við Stórutjarnaskóla frá 1. ágúst 2021.
Lesa meira

Hátíðarræður fæða ekki fólk

Þegar styttist fer í kosningar fjölgar í orði kveðnu vinum íslensks landbúnaðar og jafnvel talsmenn lítilla hafta á innfluttar landbúnaðarvörur reyna að selja almenningi þá hugmyndafræði að ó- eða lítið heftur innflutningur efli íslenskan landbúnað með rökum eins og að heilbrigð samkeppni á markaðslegum foresendum ýti undir þróun í innlendri matvælaframleiðslu.
Lesa meira

Aldraðir, Hvammur og hjúkrunarheimili

Þeir einstaklingar sem fæðast í dag geta búist við því að ná jafnvel 135 ára aldri. Lífslíkur á Íslandi eru með þeim mestu í Evrópu. Meðalævilengd karla á Íslandi er 81 ár og kvenna 84,1 ár. Sömuleiðis er ungbarnadauði í Evrópu minnstur á Íslandi. Okkur fjölgar hratt og við lifum lengur. Þessi þróun er þó engin trygging fyrir því að lífslíkur haldi áfram að aukast. Það er hinsvegar blekkingar hámarkinu sé náð.
Lesa meira

Þekkingarnet Þingeyinga opnar frumkvöðlasetur og FAB-LAB

Framkvæmdir eru að hefjast við stækkun Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ). Langanes ehf. hefur fest kaup á Hafnarstétt 1 af Steinsteypi ehf. en fyrir á Langanes núverandi húsæði ÞÞ að Hafnarstétt 3. Það er Bjarni Aðalgeirsson, fyrrum útgerðarmaður sem er maðurinn á bak við Langanes. Nú þegar hefur verið gerður langtíma leigusamningur við ÞÞ.
Lesa meira

Skólar fyrir kerfin eða skólastarf fyrir börn?

Lesa meira