Mikilvægt að þeir sem ætla að nýta sér bólusetningar mæti í vikunni
Þann 22. júní eða í viku 25 fær HSN rúmlega 6000 skammta af bóluefni. Pfizer bóluefnið verða m.a. nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 1. júní - 4. Júní og fyrr. Astra Zeneca bóluefnið mun eingöngu verða notað fyrir seinni bólusetningu.
Segir í tilkynningu frá HSN að nýir skammtar af Pfizer og Janssen bóluefninu verða notaðir til að klára alla árganga og þá sem ekki hafa komist í bólusetningu áður. Þá segir að mikilvægt sé að þeir sem ætla að nýta sér bólusetningar mæti í vikunni. Framvegis verða fyrri bólusetningar ekki vikulega.
„Við hvetjum fólk til að skrá símanúmer sín í heilsuveru, einnig passa upp á að yngra fólkið og útlendingar sem búa á svæðinu skrái símanúmer sín,“ segir í tilkynningu.
Bólusetningar á Akureyri fara fram á Slökkvistöð Akureyrar. Bólusetningar með Janssen verða ekki þessa viku en munu halda áfram í næstu viku og þá mun þeim sem hafa fengið Covid og eru 18 ára og eldri, standa til boða að fá bólusetningu.