Fréttir

Óska eftir hækkun á húsi við Hofsbót um eina hæð

Tillaga um að hækka hús sem verður byggt á lóðinni númer 2 við Hofsbót um eina hæð hefur verið lögð fram í skipulagsráði þar sem jákvætt var tekið í hana. Til stóð að byggja fjögurra hæða hús á reitnum, sem er á milli Hofsbótar 4 og Nýja bíós. Nú er óskað eftir að hæðirnar verði fimm í allt og þær tvær efstu inndregnar.
Lesa meira

Nespresso opnaði formlega á Glerártorgi í dag

Nespresso hefur opnað verslun á Glerártorgi Akureyri. Hún bætist þá við verslanir sem fyrir eru í Kringlunni, Smáralind og á netinu. Verslunin er staðsett á ganginum við aðalinngang verslunarmiðstöðvarinnar.
Lesa meira

Hræðast ekki kuldabola

Gervigrasvöllurinn á Húsavík er vel nýttur til íþróttaiðkunnar og heilsubótar af fólki á öllum aldri
Lesa meira

Segir stór verkefni bíða nýrrar bæjarstjórnar í vor

Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) sendi nýverið inn formlegt erindi sem tekið var fyrir í bæjarráði Akureyrar 11. nóvember sl. Í erindinu var í ósakað eftir aðkomu bæjarins að byggingu og rekstri þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk í Holtahverfi norður.
Lesa meira

Opið bréf til bæjarráðs Akureyrarbæ

Fimmtudaginn 11. nóvember sl. var formlegt erindi frá Félagi eldri borgara á Akureyri (EBAK) tekið fyrir í bæjarráði Akureyrarbæjar. Þar var óskað eftir aðkomu bæjarins að byggingu og rekstri þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk í Holtahverfi-norður.
Lesa meira

Stefnumót í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikum sunnudaginn 21. nóvember 2021 kl 16 í Hömrum í Hofi. Sif Margrét Tulinius fiðluleikari og Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld eiga þar stefnumót.
Lesa meira

Stórt skerf í að tryggja að réttindi fólks falli ekki niður

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning um nýtingu réttinda félagsmanna milli Einingar-Iðju og Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Það voru Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Eiður Stefánsson, formaður FVSA, sem undirrituðu samninginn. Samningurinn mun gilda til að byrja með í eitt ár og verður endurskoðaður mánuði áður en hann rennur út.
Lesa meira

Rekstrarafkoma A- og B-hluta er áætluð neikvæð um 671,9 milljónir

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2022 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær
Lesa meira

Draumur um skapandi líf

Please Master er nýtt lag með Kjass sem fjallar um drauminn að fá tíma og rými til að vera skapandi einstaklingur í samfélagi þar sem leikreglurnar krefjast þess við útvegum peninga með iðju okkar dags daglega. Hvað fæ ég borgað fyrir að gera þetta? Er spurning sem við spyrjum okkur gjarna þegar við ákveðum að taka eitthvað verk að okkur eða ekki, en hvers virði er lífið ef það er engin list?
Lesa meira

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Þetta er einstök sýning þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans langa og viðburðaríka ferli. Fáir segja sögur eins skemmtilega og Jón og enn færri hafa frá jafn mörgu athyglisverðu að segja.
Lesa meira