Norðurorka fær umhverfisverðlaun Terra

Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, heldur hér á umhverfisverðlaunum Terra. Honum við hlið er sta…
Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, heldur hér á umhverfisverðlaunum Terra. Honum við hlið er starfsfólk á lager (frá vinstri): Jóhann I. Kristjánsson, Einar Ingi Hermannsson og Ólafur Sveinn Traustason. Lengst til vinstri er Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Terra á Norðurlandi og lengst til hægri er Kristbjörn Viðar Baldursson, sölu- og þjónustustjóri Terra á Norðurlandi.

Norðurorka hlaut umhverfisverðlaun Terra á landsbyggðinni fyrir árið 2023. Norðurorka hefur sett fordæmi fyrir því hversu vel má flokka allt sem til fellur hjá stóru fyrirtæki. Hlutfall sem urðað er eða sent í brennslu er í algjör lágmarki og samræmist það mjög vel stefnu Terra um að skilja ekkert eftir. Norðurorka hefur tileinkað sér þær nýjungar sem Terra býður upp á og hefur fyrirtækið verið reiðubúið að prófa nýjar lausnir og gefið álit sitt á virkni þeirra.

Forsvarsmenn Terra segir að ansi mörg fyrirtæki sem séu í viðskiptum við félagið hafi bætti sig á milli ára þegar kemur að flokkun, sem aftur skili hreinni straumum og hærra hlutfalli heildarúrgangs sem fer í endurvinnslu.

 

Nýjast